Svartur föstudagur allt árið um kring Andrés Ingi Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 12:45 Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Neytendur Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Nóvember virðist orðinn að sérstökum útsölu- og tilboðsmánuði, góð kaup birtast í hverju horni, dag eftir dag. Það er auðvelt að fyllast kaupæði við þessar aðstæður og ætli við upplifum ekki mörg að vera sífellt að missa af tækifæri, að við nánast töpum á því að eyða ekki pening þessa dagana? Þegar hillur verslana fyllast af vörum með miklum afslætti er eðlilega freistandi að stökkva til. En er ekki eitthvað skakkt við efnahagskerfi þar sem það getur verið hagstæðara að kaupa nýjar buxur, ryksugu eða þvottavél, en að láta gera við hlutina sem við eigum nú þegar. Það er nefnilega ekkert náttúrulögmál að fólk vilji helst hlaupa til og kaupa nýja hluti – samfélaginu okkar hefur bara verið stillt þannig upp að oft er auðveldari og ódýrari kosturinn sá sem er verstur fyrir umhverfið. Markmiðið hlýtur að vera að gera það auðveldara fyrir fólk að velja umhverfisvæna og skynsama kostinn í hverri stöðu, frekar en að viðhalda ósjálfbæru hagkerfi og skamma fólk fyrir að gera ekki hið ómögulega. Hér er kjörið tækifæri fyrir hið opinbera að stíga fram og hjálpa almenningi: Að einfalda fólki að láta gera við hluti. Með því að styðja fólk til að lengja líftíma hluta með viðgerðum vinna stjórnvöld í átt að eigin skuldbindingum í loftslagsmálum, en hjálpa jafnframt almenningi að taka virkan þátt í grænni umbyltingu samfélagsins. Viljinn er sannarlega til staðar hjá almenningi þó að ríkisstjórnin hafi til þessa nær eingöngu haft hugarflug í að virkja þann vilja með því að hjálpa hluta fólks að kaupa nýja, dýra rafmagnsbíla. Þingflokkur Pírata lagði nýlega leið til að ná þessu í frumvarpi um hringrásarstyrki. Þar leggjum við til að fólk geti fengið endurgreiddan kostnað við viðgerðir á hlutum eins og húsgögnum, raf- og rafeindatækjum, reiðhjólum, fatnaði og skóm. Aðferðafræðin er vel þekkt því þetta hefur verið prófað í nokkrum löndum með góðum árangri. Þannig má nefna að í Frakklandi getur fólk sótt um endurgreiðslu vegna fataviðgerða og undanfarið ár hefur verið hægt að sækja um styrk til endurgreiðslu vegna viðgerða á raftækjum í Austurríki. Hringrásarstyrkir væru einföld leið til að ná mörgum jákvæðum markmiðum; þeir væru góðir fyrir umhverfið og loftslagið, myndu létta pyngjuna hjá neytendum og skapa atvinnu hjá fjölda fólks í viðgerðaþjónustu. Styrkurinn myndi nema helmingi af kostnaði við viðgerð, að hámarki 25 þúsund krónur í hvert skipti og mest 100 þúsund krónur á ári. Hversu miklu meira myndi fólk nýta sér viðgerðarþjónustu ef það gæti fengið góðan afslátt – ekki bara á svörtum föstudögum heldur allt árið um hring? Höfundur er þingmaður Pírata.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun