Sérðu svart? Halla Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2023 12:00 Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Neytendur Tíska og hönnun Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Framundan er hátíð ljóss og friðar - og neyslu. Þá er mikilvægt að vanda valið. Hvaðan kemur það sem keypt er, er það vandað, hvernig eru gæðin, hver bjó það til og við hvaða aðstæður, var framleiðslan mengandi, fékk starfsfólkið sanngjörn laun, hvað með flutninginn? Og svo má spyrja sig hvort eitthvað vanti yfirhöfuð? Mikilvægi hringrásar er stöðugt að aukast. Flest sem við búum til og neytum þarf að hugsa upp á nýtt. Hvort sem um er að ræða byggingarefni, húsbúnað, bíla, matvæli eða fatnað þarf að huga að hringrás efna og sjálfbærri neyslu. Að tryggja hringrás efna getur verið mjög spennandi og skemmtilegt verkefni eins og hver önnur nýsköpun, enda hefur endurtekning og stöðnun aldrei verið leiðin áfram, hvorki fyrr né síðar. Skapandi aðferðir hönnuða og áhugi þeirra á nýjum hugmyndum og nálgun er öflug og spennandi leið til að endurhugsa og skapa vörur sem standast kröfur hringrásar. Við sjáum mörg dæmi um þetta nú þegar á Íslandi, og þeim er sífellt að fjölga. Þess vegna getur verið góð leið að velja íslenskar hannaðar vörur, enda leggja margir íslenskir hönnuðir og fyrirtæki áherslu á umhverfisáhrif, hringrás, verðmætasköpun og jákvæð áhrif á samfélagið. Fjölmargar sýningar og verkefni á HönnunarMars og tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands sýna þetta og sanna. Að efla íslenska hönnun getur verið mikilvægur þáttur í að sporna við og lágmarka neikvæð áhrif neyslu. Neytendur velja sjálfbærar vörur og þjónustu í auknum mæli og því skipta sjálfbærniáherslur máli þegar kemur að samkeppnishæfni fyrirtækja. Í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsmál stendur: Listafólk, hönnuðir og arkitektar sinna rannsóknum á sambandi manneskju og umhverfis. Framlag þeirra er afar mikilvægt til að varpa ljósi á afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða gegn þeim, enda eru aðferðir þeirra og nálgun á viðfangsefnið skapandi, spennandi og aðgengileg almenningi. Við lifum á tímum mikilla breytinga sem kallar á nýjar og áhugaverðar áherslur í nýsköpun, ekki síst í okkar áþreifanlega lífi, umfram það stafræna sem fyrir löngu er búið að umturna. Þetta kallar á breytta kauphegðun, hætta að leggja áherslu á magn og fjölda og kaupa þess í stað vandaðar vörur, velja gæði og það sem endist. Kaupa það sem búið er til í nærumhverfi, úr vönduðum efnum sem standast tímans tönn, framleitt við aðstæður sem við myndum bjóða börnunum okkar upp á og hvetja þannig til umhverfisvænni hönnunar, framleiðslu og góðrar neysluhegðunar. Þessa dagana dynja tilboð á okkur úr öllum áttum. Vertíð neyslu er hafin af fullum krafti og mikilvægt að vera vakandi og velta fyrir sér hvort þessi tilboðaflaumur og hávaði sé mögulega ómur hverfandi fortíðar, enda fyrir löngu orðið hallærislegt að eyða tíma sínum í að rembast við að eiga mest, flest og dýrast. Tíðarandinn er annar og kallar á lífsgæði sem felast í því að eiga færra og betra, njóta stundarinnar og upplifa, vera sniðug, frumleg, fyndin og nægjusöm svo við getum öll séð birtuna og ljósið framundan. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun