Orkulaus ríkisstjórn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2023 09:54 Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Frammistaða ríkisstjórnarinnar í orkumálum var nýlega rakin á haustfundi Landsvirkjunar. Þröng staða blasir við heimilum næstu árin þar sem þau eru afgangsstærð í baráttunni um raforku, leyfisveitingaferli nýrra virkjana er komið út í skurð og háleit markmið Íslands í orkuskiptum virðast að engu orðin. Öll spjót standa á ríkisstjórninni þessa dagana vegna hægagangs í baráttunni við loftslagsbreytingar. Sundruð ríkisstjórn hefur á undanförnum árum sýnt að hún getur ekki tekið þær ákvarðanir sem þarf að taka sem aftur birtist í vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda, innflutningsmeti á olíu og stöðnun í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu. Til að bregðast við þessari varhugaverðu stöðu þarf Alþingi að sameinast og búa svo um hnútana að heimilum og smærri fyrirtækjum sé tryggð næg raforka. Það má ekki gerast að hæstbjóðendur ryksugi upp þá litlu raforku sem ekki er bundin í langtímasamningum og ekkert verði eftir handa öðrum bara vegna þess að beðið er eftir nýjum virkjunum. Næsta ríkisstjórn verður að gera það að forgangsmáli að hraða leyfisveitingum og taka ferli rammaáætlunar til endurskoðunar svo hún virki sem skyldi. Gæta þarf þess að næg orka sé til staðar í nýtingarflokki til að knýja orkuskipti og mæta orkueftirspurn framtíðar. Þá ætti að vera markmið stjórnvalda að það taki umtalsvert skemmri tíma fyrir virkjanakosti í nýtingarflokki að fá þau leyfi sem þarf til að geta hafið framkvæmdir. Til viðbótar bíður nýrrar ríkisstjórnar að taka til í málaflokki orkuskipta. Hún mun þurfa að skerpa á óljósum markmiðum í orkuskiptum Íslands og tryggja að fyrir liggi tímasett orkuskiptaáætlun. Kyrrstaðan í orkuskiptum verður ekki rofin með því að eingöngu afla meiri raforku, eins og ráðherrann hefur haldið fram, heldur þarf flutningskerfið að vera traust um allt land og notendur þurfa að sjá hag af því að skipta um orkugjafa. Hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki, allt frá rafbíl í Reykjavík til togara á Reyðarfirði. Því þarf að ná fram með efnahagslegum hvötum. Ívilnanir þurfa að vera fyrir hendi og þær ætti að fjármagna með tekjum ríkisins af hærri kolefnisgjöldum og ETS losunarheimildum. Með skýrri hugmyndafræði og fjármögnuðum aðgerðum er sannarlega hægt að ná raunverulegum árangri. Tækifærin blasa við. Vandamál almennings er hins vegar að ríkisstjórnin er langt frá því að geta sameinast um hugmyndafræði og aðgerðir. Þess vegna verður kyrrstaða reyndin þar til ný ríkisstjórn tekur við. Allar stórar ákvarðanir í orkumálum virðast bíða nýrrar ríkisstjórnar sem þarf að standa sameinuð um sýn og aðgerðir og hafa kjarkinn til að taka stórar ákvarðanir. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun