Edda er gríðarlega vel menntaður þjálfari og er með hæstu þjálfararéttindi sem UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, býður upp á. Hún stýrði kvennaliði KR á sínum tíma en hefur undanfarin tímabil aðstoðað Nik hjá Þrótti.
Hin 44 ára gamla Edda var mjög sigursæll leikmaður og lék alls 103 A-landsleiki. Hún er uppalin í KR en spilaði einnig með Breiðablik og Val hér á landi. Þá lék hún með Örebro í Svíþjóð og Chelsea á Englandi.
Ekki kemur fram hversu langur samningur Eddu við Breiðablik er.