Afi dæmdi fótboltaleik 3. flokks kvenna þegar enginn dómari mætti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. nóvember 2023 18:14 Leikur á Faxaflóamóti 3. flokks kvenna, fjórtán og fimmtán ára, fór fram í dag þrátt fyrir að enginn dómari lét sjá sig. Vísir/Vilhelm Afi leikmanns UMF Selfoss stökk inn í hlutverk dómara þegar enginn dómari mætti á leik 3. flokks kvenna í knattspyrnu á Faxaflóamótinu í dag. Foreldri segir atvikið ekki einsdæmi hjá liðinu. Forsvarsmaður Breiðabliks harmar atvikið. Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi. Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Harpa Íshólm Ólafsdóttir foreldri leikmanns UMF Selfoss segir að þegar leikur Breiðabliks og UMF Selfoss átti að hefjast klukkan eitt í dag bólaði ekkert á dómara. Jafnöldrur stelpnanna úr Breiðabliki sem voru á svæðinu hafi þá verið kallaðar inn til þess að dæma. „Þetta voru bara einhverjir jafnaldrar sem var bara kippt inn til þess að redda hlutunum,“ segir Harpa í samtali við Vísi. „Svo greinilega þurfti sú sem var að dæma að fara í hálfleik og þá vantaði annan dómara og þá var afi úr liðinu okkar sem fór inn á völlinn og kláraði leikinn.“ Orðið svolítið þreytt Hún segir atvikið ekki einsdæmi, stelpurnar hafi lent í því að enginn komi að dæma leikina þeirra áður. „Við höfum lent í því að það er dómari sem stendur berfættur á töfflum inni í miðjuhringnum,“ segir Harpa. Stelpurnar hafi líka lent í því að aðstoðardómara vanti og varamenn úr liðunum stökkvi þá til. „Þetta er bara orðið svolítið þreytt,“ segir Harpa um atvikið. „Það er náttúrlega rosalega erfitt að manna þetta, ég skil það alveg. En við verðum að hafa einhvern smá standard, sýna þessum krökkum virðingu sem eru að leggja sig fram.“ Tvennt í stöðunni Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks segir að honum þyki leiðinlegt að stelpurnar hafi verið sviknar um dómara. Hann segir að um forfall hafi verið að ræða. „Við eigum að skaffa dómara og það eru sjálfboðaliðar eins og allt í þessu starfi og hún bara kom ekki. Okkur þykir það afar leiðinlegt,“ segir Flosi í samtali við Vísi. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Vísir/Arnar Hann segir að tveir valmöguleikar hafi verið í stöðunni, annað hvort væri hægt að grípa einhvern á staðnum til að dæma eða að fresta leiknum. Það hafi ekki verið gert vegna þess að lið UMF Selfoss hefði þegar gert sér ferð í bæinn. „Við eigum að skaffa dómara í sjö hundruð áttatíu og eitthvað leiki á ári. Og það er mjög mikið verkefni,“ segir Flosi.
Íþróttir barna Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira