„Það verða allir að sitja við sama borð“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Stefán Árni Pálsson er stjórnandi Subway Körfuboltakvölds. Vísir Arnar Guðjónsson lét gamminn geyssa um vinnubrögð KKÍ í viðtali eftir sigur Stjörnunnar á Haukum í gær. Málið var rætt í Subway Körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Arnar Guðjónsson var ekki sáttur með vinnubrögð KKÍ varðandi það hvort félög geti aflað sér upplýsinga um leikmannalista andstæðinga sína fyrir leiki. Haukar sömdu við nýjan bandarískan leikmann í vikunni og vissi Arnar ekki hvort hann yrði í leikmannahópi liðsins gegn Stjörnunni í gær. „Þetta er búið að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar, listi yfir löglega leikmenn að það sé ekki hægt að fá að sjá það. Öll lið sitja við sama borð. Þegar við síðan semjum við við James Ellisor þá fá Þórsarar að vita það að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar tveimur vikum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta.“ „Á föstudag sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir eru löglegir fyrir Hauka. Vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan bandarískan leikmann, vitandi að þeir eiga á skrifstofunni Emil Barja, vitandi að Anna Soffía er gengin til liðs við þær frá Breiðablik. KKÍ getur ekki séð sér fært að vita. Ekki í gær klukkan fjögur, við æfðum klukkan fimm ekki vitandi hverjir eru löglegir á móti okkur.“ Arnar segir ólíðandi að málum sé svona háttað og að geta ekki einu sinni verið viss hvort lið séu með löglegt lið á móti þeim. Hann segir að svo virðist sem tölvupóstar hjá KKÍ hafni í einhverju svartholi. „Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum“ „Ég skil hann að vissu leyti. Það er frekar pirrandi að vera að undirbúa liðið sitt og þú veist ekki hvaða liði þú ert að fara að mæta,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds í gærkvöldi. Stefán Árni, Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson fóru yfir málið í gær og voru sammála Arnari í gagnrýni hans. „Réttilega segir Arnar að það verði allir að sitja við sama borð þegar kemur að þessu. Það getur ekki verið að einhver geti hringt og fengið allt staðfest en ekki hann. Kannski eru póstarnir hans í ruslpóstinum,“ sagði Teitur. Klippa: Umræða um ummæli Arnar Guðjónsson um vinnubrögð KKÍ „Þetta er náttúrulega algjörlega fáránlegt. Ef það er satt sem hann segir, sem ég reikna með að sé 100% satt, þá er það bara hræðilegt,“ sagði Ómar. Haukar eru nýbúnir að semja við Damier Pitts sem lék með Grindavík í fyrra og Ómar sagði það líka skipta máli í samhenginu. „Sérstaklega því þetta er ekki bara einhver bandarískur leikmaður. Þetta er leikmaður sem hefur spilað hérna áður og hann veit hverju hann er að fara að mæta. Hann getur skoðað og sett upp kerfi á móti því.“ Viðtalið við Arnar og umræðu þeirra Stefáns Árna, Ómars og Teits má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti