„Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum mjög skrýtin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2023 16:17 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með spilamennsku síns liðs, en fannst aðrir starfsmenn leiksins ekki vera með sér í liði. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Stjörnunni í dag. Lokatölur 77-75, en Bjarna fannst dómgæslan í leiknum halla á sitt lið. „Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
„Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44