„Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum mjög skrýtin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2023 16:17 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með spilamennsku síns liðs, en fannst aðrir starfsmenn leiksins ekki vera með sér í liði. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Stjörnunni í dag. Lokatölur 77-75, en Bjarna fannst dómgæslan í leiknum halla á sitt lið. „Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44