„Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum mjög skrýtin“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2023 16:17 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með spilamennsku síns liðs, en fannst aðrir starfsmenn leiksins ekki vera með sér í liði. Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Stjörnunni í dag. Lokatölur 77-75, en Bjarna fannst dómgæslan í leiknum halla á sitt lið. „Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
„Mér fannst við bara eiga að taka þennan leik. Það var færi til þess, en það náðist ekki,“ sagði Bjarni í viðtali eftir leik. „Þær náttúrulega rúlla okkur upp ú fráköstum og eru að fá allt of mörgum sinnum tvo sénsa sóknarlega, þar kannski liggur munurinn helst. Svo er vont að missa bæði Þóru [Kristínu Jónsdóttur] og Tinnu [Alexandersdóttur] út með fimm villur.“ Fannst dómgæslan halla á sitt lið „Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum í þessum leik satt að segja mjög - svo ég orði það bara pent - mjög, mjög skrýtin. Það hjálpar ekki til. Við erum með helmingi fleiri villur og mér fannst mjög skrýtinn taktur í þessu.“ Hann bætir einnig við að honum hafi þótt dómgæslan halla á sitt lið. „Mér fannst halla á okkur og mér fannst við vera að fá dæmdar á okkur mjög ódýrar snertingar. Það voru tvær villur á Tinnu sem ég man eftir sem voru mjög skrýtnar og það sama með Þóru. Það er dýrt að missa okkar lykilleikmenn út í lokin, en svo ég segi það aftur þá töpuðum við þessum leik fyrst og fremst á fráköstum. Við hefðum getað klárað þetta ef við hefðum stigið aðeins betur út og verið aðeins grimmari þar, en það er margt jákvætt í þessum leik.“ Vont að missa leikinn í lokin en jákvæð merki á liðinu Haukar hófu leikinn mjög illa og skoruðu aðeins níu stig í fyrsta leikhluta. Liðið vaknaði þó til lífsins eftir það og fór með forystu inn í hálfleikinn og í þriðja leikhluta virtust öll skot hjá liðinu detta. Það dugði þó ekki til og Stjörnukonur stálu sigrinum í lokin. „Það er mjög vont að missa þetta svona í lokin. Ég kem bara aftur að því sama, með fullri virðingu fyrir öllum, að við erum án Helenu [Sverrisdóttur] og Keiru [Robinson] þannig við erum ekki eins djúpar og við höfum verið. Að missa Þóru og Tinnu út og þurfa að skipta þeim út í villuvandræðum hjálpar ekki til, en við vorum í bullandi séns á að taka þetta.“ „Við spiluðum vel þó það hafi kannski verið okkar akkílesarhæll að þegar við höfum ekki verið að setja niður skotin eins og í fyrsta leikhluta þá höfum við verið að detta niður andlega. Við byrjuðum erfiðlega og bara hittum ekki þristum, vorum núll af tíu þar, en við héldum áfram það er ég ánægður með. Það var góður andi og góður kraftur í liðinu. Leikmenn voru allir að leggja sig fram í 40 mínútur og það er það sem við tökum úr þessum leik.“ Mikil bæting frá seinustu leikjum Haukar hafa nú tapað fimm af seinustu sex deildarleikjum sínum og fyrir leik talaði Bjarni um að liðið þyrfti einfaldlega að spila betur til að snúa genginu við. Hann segir sínar konur klárlega hafa spilað betur í dag, en það hafi ekki dugað til. „Við spiluðum betur í dag, en það bara dugði ekki til. Enn og aftur tala ég um fráköstin, en þetta var miklu betra heilt yfir frá liðinu heldur en hefur verið. Ég bað um framlög, frammistöðu og anda frá leikmönnunum og ég fékk það. Stundum vinnur maður ekki og stundum er maður svekktur yfir því, en allt annað sem við sáum í dag,“ sagði Bjarni að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44 Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar | Fjórða tap Hauka í röð Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. 18. nóvember 2023 15:44