Bæjarlistamaður = jólaskraut Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:45 Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Menning Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Árið er 2023 og Ísafjarðarbær tilkynnir að ekkert verði af útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðar í ár. Ástæðan er að Mugison sem var valinn af bæjarbúum í 1. sæti yfir þá listamenn sem ættu þennan heiður skilið afþakkar. Engum sögum fer af því hvaða aðrir listamenn hafi verið á vallistanum. Við fáum að vita að ákveðið hafi verið að verja þeim 200.000 krónum sem fylgja heiðrinum til frekari jólaskreytinga í bæjarfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hversu litlir peningar fylgja heiðrinum. Jólaskrautsgjörningurinn er í fullkominni mótsögn við annars vel skrifaða menningarstefnu Ísafjarðarbæjar. Þar segir m.a. „Mikilvægt er að Ísafjarðarbær haldi sínum sessi sem menningarbær. Það gefur sveitarfélaginu jákvæða ímynd og getur haft veruleg áhrif á val einstaklinga um búsetu sem og líðan þeirra sem hér búa. Öflugt menningarstarf hefur einnig jákvæð áhrif á atvinnulíf og eru tónlistar- og leiklistarhátíðir, sem hér eru haldnar, gott dæmi um það. Í Ísafjarðarbæ er fjölmenningarlegt samfélag og ber að endurspegla það í menningarstarfsemi bæjarins.“ Spurningar sem vakna Hér staldrar maður við að þá staðreynd að hátíðum er hampað fyrir jákvæð áhrif á atvinnulíf. Umræddur listamaður, sem hafnaði styrknum, átti frumkvæði ásamt föður sínum að því að koma á laggirnar tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem engum dylst að hefur gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Ísafjarðarbæ. Hátíðin hefur aukið viðskipti fjölda fyrirtækja margfalt í bæjarfélaginu um hverja páska sl. 20 ár. Hvarflaði ekki að þeim sem réðu ferð að bjóðast til að láta peninginn renna til þeirrar hátíðar? Hvarflaði heldur ekki að þeim að skoða hvort veita mætti þeim sem var í öðru sæti á lista bæjarbúaa heiðurinn og peninginn? Hvarflaði alls ekki að þeim að endurskoða fyrirkomulagið og ákveða fyrst að þetta gekk ekki sem skyldi í ár þá mætti skoða að tvöfalda eða margfalda upphæðina á næsta ári og til framtíðar svo peningurinn geti leitt til frekari listsköpunar og bætts starfsumhverfis viðkomandi listamanns? Þekking ≠ fagmennska Rannsóknir hafa sýnt að menning og skapandi greinar eru ört vaxandi atvinnuvegur og í kringum hann skapast tækifæri til margvíslegrar nýsköpunar. Í nýlegri samantekt um stöðu skapandi greina á Íslandi sem birtist í skýrslu sem nefnist Sköpunarkrafturinn – orkugjafi 21. aldar kemur fram að efnahagslegur vöxtur menningar og skapandi greina eru miklu hraðari á Íslandi en í t.d. í Ástralíu og Bretlandi. Í menningarstefnu Ísafjarðarbæjar kemur fram góður skilningur á þessari þekkingu. Bærinn vill styðja við faglegt umhverfi lista með því að styrkja aðstöðu listamanna og skapandi framleiðenda. Menning, listir og skapandi greinar eiga að verða stærri hluti af atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Allt hljómar þetta eins og fólk sé mjög upplýst um tækifærin sem felast menningu og skapandi greinum. Hér verður hins vegar ekki betur séð en að stjórnsýsla bregðist í framkvæmd eigin stefnu. Stefnumótun þarf að fylgja metnaður og vilja til að ná markmiðum. Það þýðir ekki að slá slöku við og ákveða að bæjarlistamaðurinn sé á pari við jólaskraut þegar búið er ákveða að það sé hluti af stefnu að veita árlega slíka viðurkenningu. Afhjúpandi myndhverfing Tilkynningin sem Ísafjarðarbær sendi frá sér dregur fram tvennt. Annars vegar er peningaupphæðin svo lág að hún öskrar á endurskoðun. Hins vegar gæti myndhverfingin um að bæjarlistamaðurinn sé sama sem jólaskraut ekki verið meira afhjúpandi. Afhjúpandi um að ennþá leynist sá hugsunarháttur víða í samfélaginu um að menningin sé til skrauts á tyllidögum. Ef maður ætlar að sjá jákvæðu hliðarnar á þessu þá getur Mugison hugsanlega bætt afkomu sína með því að framleiða mugi-jólakúlur árlega og selt á tónleikum á aðventunni. Ef við sem samfélag ætlum hins vegar að taka okkur alvarlega þá hljótum við að gera kröfur um faglegri vinnubrögð á þessu sviði sérstaklega þegar opinberir aðilar eiga í hlut. Höfundur er fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun