Birgir telur rétt að HS Orka og Bláa lónið komi að kostnaði Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2023 11:59 Birgir var eini þingmaðurinn sem kom inn á þann möguleika, í umræðum um frumvarpið sem samþykkt var í gær, að HS Orka og Bláa lónið, sem bæði væru stöndug fyrirtæki, kæmu að kostnaði við varnargarða sem á að reisa til að vernda starfsemina. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var sá eini sem hafði á því orð að eðilegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að kostnaði við varnargarðana sem til stendur að reisa. Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins. Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að reistir verði sérstakir varnargarðar til að verja HS Orku og Bláa lónið fyrir hugsanlegu eldgosi. Til að mæta þeim kostnaði hefur verið lagður á tímabundinn skattur, eða til þriggja ára, og leggst hann á fasteignir og þar af leiðandi almenning í landinu. Stöndug fyrirtæki og rétt að taka upp viðræður við þau Fjölmargir velta fyrir sér því hvernig og hverjir eigi að bera baggana vegna þessa. Birgir, sem á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd, lýsti yfir ánægju sinni með frumvarpið í umræðum um það í gærkvöldi. Hann taldi gjaldið ekki hátt, 600 krónur á mánuði og átta þúsund á ári. En það skili mikilvægum tekjum í ríkissjóð á tímum þegar verið er að reyna að draga úr verðbólgu. Hann var hins vegar eini þingmaðurinn sem hafði á því orð að eðllegt væri að HS Orka og Bláa lónið kæmu að þeim kostnaði. „Mér [finnst] persónulega ekkert óeðlilegt við það að tvö stöndug og mikilvæg fyrirtæki sem eru á þessu svæði, HS Orka og Bláa lónið, tækju þátt í þeim kostnaði. Það er ekkert óeðlilegt við það og væri eðlilegt að taka upp viðræður við þessi fyrirtæki,“ sagði Birgir. Ekkert heyrist frá Bláa lóninu Hann nefndi að einnig væri mikilvægt að fyrirtækin sendu út tilkynningu, þess efnis að þau ætli að styðja við sína starfsmenn, greiða laun starfsfólks meðan þeir geta ekki sinnt starfi sínu. „Það hafa fyrirtæki í Grindavík gert en ég hef ekki heyrt þetta frá Bláa lóninu. Þetta er stór og mikilvægur vinnustaður. Ég tel eðlilegt að þetta væri rætt við þessi fyrirtæki. Þetta eru einkafyrirtæki sem hafa greitt út arð og gengur vel. Sem er gott en ég held að þau hafi svigrúm til að koma að þessari vinnu.“ Ekki hefur tekist að ná tali af Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóra Bláa lónsins né Grími Sæmundssen stofnanda og helsta eiganda fyrirtækisins.
Alþingi Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Orkumál Eldgos á Reykjanesskaga Rekstur hins opinbera Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Sjá meira
Samþykkja frumvarp um vernd innviða Alþingi samþykkti skömmu fyrir miðnætti frumvarp forsætisráðherra um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Greiddu 57 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. 14. nóvember 2023 00:26