Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2023 11:29 Samdra Pepere, framkvæmdastjóri Kyn, Konur og lýðræði í Bandaríkjunum og Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþingsins ræða við íslenskar forystukonur við upphaf Heimsþings kvenleiðtoga í Hörpu í morgun. Stöð 2/Sigurjón Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir. Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Dr. Geeta Rao Gupta sendiherra jafnréttismála frá Bandaríkjunum, Irene Fellin fulltrúi NATO fyrir konur, frið og öryggi, Lopa Banerjee framkvæmdastjóri hjá UN Women, Dalia Grybauskaite fyrrverandi forseti Litháen, Iris Mwanza aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Bill and Melinda Gates Stofnunarinnar ásamt mörgum fleirum taka einnig þátt í þinginu sem lýkur seinni partinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni.Stöð 2/Sigurjón Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í Hörpu í samstarfi við Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. Hanna Birna Kristjánsdóttir stofnandi og stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga í Reykjavík.Vísir Hann Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður heimsþingsins og stofnandi þess segir aðgerðir og lausnir vera meginviðfangsefnið að þessu sinni. „Og við erum núna hér 500 konur frá 80 löndum alls staðar að úr heiminum að ræða hvernig við getum fært okkur semsagt frá því að ræða vandamálið yfir í raunverulegar aðgerðir,“ segir Hanna Birna. Katrín Jakobsdóttir, Kristrún Frostadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tóku þátt í umræðum í upphafi Heimsþingsins í morgun.Stöð 2/Sigurjón Leiðtogahópurinn hafi sameinast um fjórar aðgerðir sem mestu máli skipti og sem byggi á reynslunni á Íslandi. „Það er áhersla á að launajafnrétti sé tryggt, áhersla á að jafn margar konur séu í forystu og karlar, áhersla á jafnt fæðingarorlof fyrir foreldra og leiðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi,“ segir stjórnarformaðurinn. Það vekur athygli að hin heimsfræga kvikmyndaleikkona Ashley Judd sækir þingið að þessu sinni. Hanna Birna segir þingið viðburð sem Judd hafi þótt mikilvægt að sækja, enda einn af fáum ef ekki eini viðburðurinn í heiminum þar sem kvenleiðtogar komi saman. Ashley Judd var refsað með verkefnaleysi þegar hún steig fram til að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn konum í kvikmyndaheiminum.Getty/Noam Gala „Hún er auðvitað sú sem að steig mjög ákveðið fram og var og var í forystu fyrir Me Too hreyfingunni í Bandaríkjunum á sínum tíma. Þannig að það er ástæðan fyrir því að hún er hér. Hún er að deila sinni reynslu af því að vera kona í framlínu sem tekur slíkan slag,“ segir Hanna Birna. Á hverju þingi er birtur svo kallaður Reykjavík index, sem er viðhorfsmæling til kvenna í forystuhlutverkum og þar mælist afturkippur. „Ef eitthvað er þá erum við að sjá að viðhorfin eru að verða neikvæðari gagnvart konum í leiðtogahlutverki. Þannig að við eigum því miður langt í land, en aftur þá erum við hér að leggja áherslu á lausnir,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Heimsþing kvenleiðtoga Jafnréttismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Tengdar fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34