Ályktun um vopnahlé samþykkt – en hvað svo? Linda Ósk Árnadóttir, Sema Erla Serdaroglu og Yousef Ingi Tamimi skrifa 13. nóvember 2023 07:00 Eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafni sitt við, brást Alþingi loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. samhljóða um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu. Eftir að hafa orðið landi og þjóð til skammar á alþjóðavettvangi með því að sitja hjá í kosningu um svipaða ályktun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lét Alþingi sig málið loks varða eftir ákall frá almenningi en fram að því hafði ríkisstjórnin ekki vogað sér að segja upphátt orðið vopnahlé. Síðan Alþingi Íslendinga ályktaði um að kalla eftir vopnahléi hafa hundruðir saklausra borgara verið drepnir í Palestínu. Ísrael hefur áfram ráðist á fólk á flótta og myrt það, sprengt heimili fólks og látið sprengjum rigna yfir spítala sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ekki hafi verið hægt að sinna fyrirburum sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda vegna skorts á rafmagni og súrefni og hafa nokkur þeirra dáið. Þjóðarmorðið heldur áfram! Ísrael hefur skýrt markmið. Markmiðið er að þurrka út palestínsku þjóðina, drepa eins marga og hægt er, reka aðra á flótta og taka yfir restina af landi og auðlindum hennar. Markmiðið er frekari nýlendustefna og þjóðernishreinsanir. Allt eru þetta skýr brot á alþjóðalögum. Það er mjög skýrt að íslenska þjóðin styður ekki þær þjóðernishreinsanir sem eiga sér stað í Palestínu og fer fram á að Alþingi beiti sér að því að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Í ályktun Alþingis stendur: „Alþingi fordæmir sömuleiðis allar aðgerðir ísraelskra stjórnvalda í kjölfarið sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. óheyrilega þjáningu, manntjón, mannfall almennra borgara og eyðileggingu borgaralegra innviða.“ Ályktun Alþingis um vopnahlé var lítið skref í rétta átt - en hvað tekur svo við? Íslenska ríkisstjórnin var, réttilega, fljót að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og tekur þátt í viðskiptaþvingunum á Rússland í þeim tilgangi að þvinga rússnesk stjórnvöld til þess að fara að alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri sínum í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld “minnkuðu” að sama skapi stjórnmálasamband sitt við Rússland vegna innrásarinnar sem hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklausa borgara landsins og á sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Það er því með öllu óásættanlegt að íslenska ríkisstjórnin bregðist ekki við með afdráttarlausari hætti þegar Ísrael hefur myrt fleiri en 11 þúsund saklausa borgara Palestínu á einum mánuði, þar af yfir 4 þúsund börn, eyðilagt helming allra heimila á Gaza, ráðist á sjúkrahús og sjúkrabíla ásamt því að loka fyrir nánast allt flæði neyðabirgða, vatns, matvæla og rafmagns. Það fer ekki á milli mála að Ísrael hefur margbrotið alþjóðalög og farið gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki bara undanfarinn mánuð, ávallt án nokkurra afleiðinga. Amnesty International, Human Right Watch og ísraelsku mannréttindasamtökin B’tselem hafa öll lýst því yfir að stefna Ísraels gegn Palestínu flokkist sem aðskilnaðarstefna (e.apartheid) sem er glæpur gegn mannkyni. Að Ísland skuli eiga í stjórnmála- og viðskiptasambandi við ríki sem hefur um árabil gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Við getum og eigum að gera betur! Vægi pólitískrar ályktunar er fyrst og fremst mælt í þeim aðgerðum sem gripið er til svo kröfum hennar verður náð. Því er mikilvægt að ríkisstjórn Íslands grípi án tafar til aðgerða til þess að fylgja ályktuninni eftir og stuðla að því að fjöldamorð, stríðsglæpir og landrán ísraelskra stjórnvalda verði stöðvuð án tafar. Slíkar aðgerðir eiga að fela í sér slit á stjórnmálasambandi við Ísrael og viðskiptabann á ísraelska framleiðslu! Hvers konar diplómatískt samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. Á meðan Ísland tekur ekki skýra afstöðu með alþjóðalögum og sýni það í verki að Ísland krefjist þess að ríki fylgi alþjóðalögum, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og gerir okkur öll samsek stríðsglæpum. Við neitum að vera gerð samsek í þjóðarmorði og förum því fram á að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji viðskiptabann á ríkið án tafar! Höfundar þessarar greinar eru Linda Ósk Árnadóttir, Sema Erla Serdaroglu og Yousef Ingi Tamimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafni sitt við, brást Alþingi loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. samhljóða um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu. Eftir að hafa orðið landi og þjóð til skammar á alþjóðavettvangi með því að sitja hjá í kosningu um svipaða ályktun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna lét Alþingi sig málið loks varða eftir ákall frá almenningi en fram að því hafði ríkisstjórnin ekki vogað sér að segja upphátt orðið vopnahlé. Síðan Alþingi Íslendinga ályktaði um að kalla eftir vopnahléi hafa hundruðir saklausra borgara verið drepnir í Palestínu. Ísrael hefur áfram ráðist á fólk á flótta og myrt það, sprengt heimili fólks og látið sprengjum rigna yfir spítala sem hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ekki hafi verið hægt að sinna fyrirburum sem þurfa á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda vegna skorts á rafmagni og súrefni og hafa nokkur þeirra dáið. Þjóðarmorðið heldur áfram! Ísrael hefur skýrt markmið. Markmiðið er að þurrka út palestínsku þjóðina, drepa eins marga og hægt er, reka aðra á flótta og taka yfir restina af landi og auðlindum hennar. Markmiðið er frekari nýlendustefna og þjóðernishreinsanir. Allt eru þetta skýr brot á alþjóðalögum. Það er mjög skýrt að íslenska þjóðin styður ekki þær þjóðernishreinsanir sem eiga sér stað í Palestínu og fer fram á að Alþingi beiti sér að því að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Í ályktun Alþingis stendur: „Alþingi fordæmir sömuleiðis allar aðgerðir ísraelskra stjórnvalda í kjölfarið sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. óheyrilega þjáningu, manntjón, mannfall almennra borgara og eyðileggingu borgaralegra innviða.“ Ályktun Alþingis um vopnahlé var lítið skref í rétta átt - en hvað tekur svo við? Íslenska ríkisstjórnin var, réttilega, fljót að fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og tekur þátt í viðskiptaþvingunum á Rússland í þeim tilgangi að þvinga rússnesk stjórnvöld til þess að fara að alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri sínum í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld “minnkuðu” að sama skapi stjórnmálasamband sitt við Rússland vegna innrásarinnar sem hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir saklausa borgara landsins og á sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Það er því með öllu óásættanlegt að íslenska ríkisstjórnin bregðist ekki við með afdráttarlausari hætti þegar Ísrael hefur myrt fleiri en 11 þúsund saklausa borgara Palestínu á einum mánuði, þar af yfir 4 þúsund börn, eyðilagt helming allra heimila á Gaza, ráðist á sjúkrahús og sjúkrabíla ásamt því að loka fyrir nánast allt flæði neyðabirgða, vatns, matvæla og rafmagns. Það fer ekki á milli mála að Ísrael hefur margbrotið alþjóðalög og farið gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, ekki bara undanfarinn mánuð, ávallt án nokkurra afleiðinga. Amnesty International, Human Right Watch og ísraelsku mannréttindasamtökin B’tselem hafa öll lýst því yfir að stefna Ísraels gegn Palestínu flokkist sem aðskilnaðarstefna (e.apartheid) sem er glæpur gegn mannkyni. Að Ísland skuli eiga í stjórnmála- og viðskiptasambandi við ríki sem hefur um árabil gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni er svartur blettur á utanríkisstefnu Íslands. Við getum og eigum að gera betur! Vægi pólitískrar ályktunar er fyrst og fremst mælt í þeim aðgerðum sem gripið er til svo kröfum hennar verður náð. Því er mikilvægt að ríkisstjórn Íslands grípi án tafar til aðgerða til þess að fylgja ályktuninni eftir og stuðla að því að fjöldamorð, stríðsglæpir og landrán ísraelskra stjórnvalda verði stöðvuð án tafar. Slíkar aðgerðir eiga að fela í sér slit á stjórnmálasambandi við Ísrael og viðskiptabann á ísraelska framleiðslu! Hvers konar diplómatískt samstarf við ísraelsk stjórnvöld sendir þau skilaboð til Ísraelsríkis að nýlendustefna þeirra og þjóðernishreinsanir séu ásættanlegar. Að sama skapi er samvinna í alþjóðlegum viðskiptum við Ísrael fjárhagslegur stuðningur við landrán þeirra, hernám og stríðsglæpi. Á meðan Ísland tekur ekki skýra afstöðu með alþjóðalögum og sýni það í verki að Ísland krefjist þess að ríki fylgi alþjóðalögum, þá ber Ísland óbeina ábyrgð á þeim fjöldamorðum sem eiga sér nú stað í Palestínu og gerir okkur öll samsek stríðsglæpum. Við neitum að vera gerð samsek í þjóðarmorði og förum því fram á að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og setji viðskiptabann á ríkið án tafar! Höfundar þessarar greinar eru Linda Ósk Árnadóttir, Sema Erla Serdaroglu og Yousef Ingi Tamimi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun