Umferðardeild lögreglunnar veitir fréttastofu þær upplýsingar að lítið sé vitað um málið að svo stöddu. Aðgerðir viðbragðsaðila séu enn í gangi.
Lögreglan hafi fengið tilkynningu um málið fyrir skömmu, en svo virðist sem um harkalegan árekstur sé að ræða.