Haukar voru með unninn leik í höndunum en Valsmenn virtust búnir vera að tryggja sér sigur undir lok leiks. Antonio Monteiro setti niður ótrúlega þriggja stiga körfu fyrir Val og fagnaði líkt og hann hefði unnið leikinn fyrir Val.
Þegar þetta átti sér stað voru tvær sekúndur tæpar eftir og Haukar eiga innkast við eigin körfu. Boltinn fer í hendurnar á Tahvanainen sem lét vaða og boltinn söng í netinu. Því þurfti að framlengja og að þeirri framlengignu þurfti að framlengja að nýju en á endanum vann Valur þriggja stiga sigur, lokatölur í Ólafssal 124-127. Þessa ótrúlegu körfu má sjá hér að neðan.