Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 16:03 Ása hefur farið fram á að bandaríska alríkislögreglan bæti henni það tjón sem varð við húsleit á heimili hennar í sumar. Vísir/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
„Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31