Þetta staðfestir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
„Það er náttúrlega opið alls staðar. Öll bráðaþjónusta og önnur nauðsynleg þjónusta er veitt í dag,“ segir Sigríður sem bætir við „Við sinnum öllum sem er brátt, en við þurfum bara aðeins að velja í dag.“
Sigríður leggur til að fólk hringi í upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu áður en það mæti á heilsugæslustöð.
Fréttastofa fékk ábendingu í morgun um fólk sem ætlaði sér á heilsugæsluna en var bent á að fara frekar læknavaktina klukkan fimm síðdegis.
Aðspurð út í það segir Sigríður „Erindið hefur þá að öllum líkindum verið metið þannig að það þyrfti ekki að afgreiðast í dag. Fólk er líka velkomið á mánudaginn.
Sigríður útskýrir að fræðadagurinn sé árlegur. Hún gerir ráð fyrir að nokkur hundruð manns frá heilsugæslum um allt land séu viðstödd á Nordicea í dag, þar sem dagurinn er haldinn þetta árið.
„Við komum betur út eftir svona dag.“