Biðja Unni Eddu afsökunar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Unnur Edda vonar að reynslusaga hennar geti nýst í baráttunni gegn einelti. Vísir/Vilhelm „Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla. Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira