Framhaldsskólar – breytt áform Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Vinstri græn Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar