Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lambakjöt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 20:01 Þorsteinn Hallgrímsson kerfisfræðingur og golfsérfræðingur á Stöð 2 sport hefur verið óvinnufær í þrjú og hálft ár vegna langvarandi áhrifa af Covid-19 sýkingu. Hann segir marga í sinni stöðu og fólk hvert í sínu horni. Það þurfi samhæfð vinnubrögð í heilbrigðiskerfinu til að aðstoða fólk í sinni stöðu. Vísir/Sigurjón Fjölskyldumaður sem var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi hefur enn ekki getað snúið aftur til starfa vegna heilsubrests. Hann er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn. Heilsugæslan hefur síðan í október árið 2020 tilkynnt til Landlæknis um fólk sem hefur leitað til þangað vegna langvarandi heilsuleysis eftir Covid-19. Alls eru þetta tæplega þrjú þúsund og eitt hundrað tilfelli en einhver þeirra geta verið tvískráð. Læknar á Heilsugæslum hafa sent Landlækni tölur um fjölda þeirra sem hafa leitað til þeirra vegna langvarandi áhrifa af COVID-19. Einhverjir gætu verið tvítaldir. Vísir/Kristján Mögulega mun stærri hópur Ekki er ósennilegt að hópurinn sem glímir við slík áhrif sé mun stærri. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem Ísland tók þátt í kemur fram að alvarleg veikindi af völdum sjúkdómsins séu ákvarðandi þáttur um hættuna á langvarandi líkamlegum veikindum. Þannig voru þeir einstaklingar sem greindust með Covid-19 og voru rúmfastir í viku eða lengur tvöfalt líklegri samkvæmt rannsókninni til að finna fyrir langvarandi líkamlegum einkennum en einstaklingar án greiningar eins og eins og mæði, brjóstverks, svima, höfuðverks, orkuleysis og þreytu. Samkvæmt rannsókninni er tíðni slíkra veikinda 37 prósent hærri hjá þeim sem höfðu fengið Covid en öðrum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að langvarandi Covid sé mikil lýðheilsuáskorun en samkvæmt tölum á Covid-19 síðunni höfðu alls 210 þúsund manns fengið sjúkdóminn í mars á þessu ári. Ætla má að þeir séu mun fleiri þar sem mun minna er um að fólk tilkynni veikindin en áður. Vaknaði heilsulaus Þorsteinn Hallgrímsson er fjölskyldumaður og starfaði sem kerfisfræðingur hjá Þekkingu árið 2020. Þá var hann líka í hlutastarfi hjá Stöð 2 sport og fjallaði um golf enda gamall Íslandsmeistari greininni. Það var svo í febrúar þetta sama ár sem fyrsta tilfelli faraldursins greindist hér á landi. Nokkrum vikum síðar greindist Þorsteinn og í dag er hann einn af þeim þúsundum Íslendinga sem glímir við langtíma áhrif veikindanna og er óvinnufær. „Ég veiktist um mánaðamótin mars- apríl árið 2020. Ég þurfti að liggja í nokkrar vikur á kórónuveirudeild Landspítalans en slapp við gjörgæsluna. Ég var frá í nokkrar vikur en sneri svo aftur til vinnu með um 70-80 prósent orku. Svo þegar ég var búinn að vera að vinna í nokkrar vikur vaknaði ég einn daginn algjörlega orkulaus, lyktar-og bragðskyn var farið og með heilaþoku. Lífið hefur síðan snúist um að velja og hafna hvað ég geri því ég þarf alltaf að borga fyrir það. Bara það að fara í göngutúr getur kostað mig það að liggja í rúminu klukkustundum saman. Líf mitt snýst algjörlega um veikindin. Þetta verið mikil brekka líkamlega og andlega,“ segir Þorsteinn. Gæti drukkið bensín með skötu Hann segir að það sé allt önnur tilfinning að borða án þess að finna lykt eða bragð. „Þetta er skrítið en venst. Nú horfi ég á áferð og framsetningu. Ég hef t.d. ekki verið mikill skötumaður, fannst lyktin vond. Í dag borða ég hins vegar skötuma hans tengdapabba sem bragðast eins og fínasta lambakjöt fyrir mig. Þú gætir í raun boðið mér upp á tjörupappír og bensínbrúsa og ég tæki ekki eftir neinu,“ segir hann og hlær. Þorsteinn Hallgrímsson ásamt Ingibjörgu Valsdóttur eiginkonu sinni lengst til hægri og börnum. Hann segist hafa reynt án árangurs að hefja aftur störf síðan 2020 en það hafi ekki gengið. „Ég þurfti í byrjun var að sofa um 16 klukkustundur á sólahring. Ég og eiginkona mín tókum því þá ákvörðun um haustið 2020 að fara á heilsuhælið í Hveragerði og svo kemst ég á Reykjalund. Alls hef ég farið farið fjórum sinnum í Hveragerði en því miður hefur batinn látið standa á sér,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn er gamall Íslandsmeistari í golfi og var lengi í landsliðinu. Hann kemst lítið í golf í dag. Golfkylfurnar of þungar Þorsteinn var á sínum tíma Íslandsmeistari í golfi og var í landsliðinu í tugi ára. Hann segist lítið stundað sportið í dag. „Ég hef farið fimm hringi á golfbíl á þessu ári og það hefur kostað mig rúmlegu í nokkra daga. Ég hef nokkrum sinnum verið mættur á völlinn til að spila með vinunum en þá hef ég ekki getað spilað því kylfurnar hafa verið of þungar fyrir mig,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta hafi líka áhrif á störfin inn á heimilinu. „Ég tók þátt í heimilistörfum áður en ég veiktist en núna er ég bara í bómulæ. Geri lítið en geri það sem ég get sem er því miður alltof takmarkað,“ segir Þorsteinn. Hann er ósáttur við stöðuna en einblínir á styrkleika sína. „Þetta er rosalega erfitt. Þetta er ekki staða sem maður óskar neinum að vera í. Það hefur hjálpað mér mikið að vera hjá sálfræðingi hálfsmánaðarlega síðustu tvö ár. Þegar ég lærði að ég ekki sá sami og ég var fyrir COVID þá varð léttara að sætta sig við stöðuna. Ég geri það sem ég get og vona innilega að ég nái aftur einhverjum bata en dag frá degi þá þakka ég fyrir það sem ég get,“ segir hann. Hvetur heilbrigðiskerfið til meiri sérhæfingu Þorsteinn segir að það skipti gríðarlega miklu máli að fá stuðning frá fjölskyldu í svona stöðu. „Það er enginn sem velur sér að vera í þessari stöðu og það skiptir gríðarlega miklu máli að fá skilning frá fólkinu sínu. Ég hef heyrt frá fólk sem glímir við þetta að það á orðið erfitt andlega því kröfurnar heima eru óbreyttar. Þó viðkomandi sé bara 30-40 prósent af því sem hann gat áður,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir þurfa meiri sérhæfingu í heilbrigðiskerfinu til að styðja þann stóra hóp fólks sem glímir við langvarandi áhrif af COVID-19. „Ég myndi hvetja heilbrigðisyfirvöld til að setja fagmanneskju til að sérhæfa sig til starfa fyrir þann hóp fólks sem glímir við þessi veikindi. Því núna erum við hvert í sínu horni,“ segir Þorsteinn. Hann vonast til að geta aftur snúið til vinnu, „Það er svo mikilvægt að umgangast fólk. Þó að ég kæmist bara í hlutastarf það væri alveg frábært. Núna þarf ég hins vegar að vera duglegur að fara í laugarnar, stunda heitu pottana og hitta gott fólk,“ segir Þorsteinn að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Heilsugæslan hefur síðan í október árið 2020 tilkynnt til Landlæknis um fólk sem hefur leitað til þangað vegna langvarandi heilsuleysis eftir Covid-19. Alls eru þetta tæplega þrjú þúsund og eitt hundrað tilfelli en einhver þeirra geta verið tvískráð. Læknar á Heilsugæslum hafa sent Landlækni tölur um fjölda þeirra sem hafa leitað til þeirra vegna langvarandi áhrifa af COVID-19. Einhverjir gætu verið tvítaldir. Vísir/Kristján Mögulega mun stærri hópur Ekki er ósennilegt að hópurinn sem glímir við slík áhrif sé mun stærri. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem Ísland tók þátt í kemur fram að alvarleg veikindi af völdum sjúkdómsins séu ákvarðandi þáttur um hættuna á langvarandi líkamlegum veikindum. Þannig voru þeir einstaklingar sem greindust með Covid-19 og voru rúmfastir í viku eða lengur tvöfalt líklegri samkvæmt rannsókninni til að finna fyrir langvarandi líkamlegum einkennum en einstaklingar án greiningar eins og eins og mæði, brjóstverks, svima, höfuðverks, orkuleysis og þreytu. Samkvæmt rannsókninni er tíðni slíkra veikinda 37 prósent hærri hjá þeim sem höfðu fengið Covid en öðrum. Niðurstaða rannsóknarinnar er að langvarandi Covid sé mikil lýðheilsuáskorun en samkvæmt tölum á Covid-19 síðunni höfðu alls 210 þúsund manns fengið sjúkdóminn í mars á þessu ári. Ætla má að þeir séu mun fleiri þar sem mun minna er um að fólk tilkynni veikindin en áður. Vaknaði heilsulaus Þorsteinn Hallgrímsson er fjölskyldumaður og starfaði sem kerfisfræðingur hjá Þekkingu árið 2020. Þá var hann líka í hlutastarfi hjá Stöð 2 sport og fjallaði um golf enda gamall Íslandsmeistari greininni. Það var svo í febrúar þetta sama ár sem fyrsta tilfelli faraldursins greindist hér á landi. Nokkrum vikum síðar greindist Þorsteinn og í dag er hann einn af þeim þúsundum Íslendinga sem glímir við langtíma áhrif veikindanna og er óvinnufær. „Ég veiktist um mánaðamótin mars- apríl árið 2020. Ég þurfti að liggja í nokkrar vikur á kórónuveirudeild Landspítalans en slapp við gjörgæsluna. Ég var frá í nokkrar vikur en sneri svo aftur til vinnu með um 70-80 prósent orku. Svo þegar ég var búinn að vera að vinna í nokkrar vikur vaknaði ég einn daginn algjörlega orkulaus, lyktar-og bragðskyn var farið og með heilaþoku. Lífið hefur síðan snúist um að velja og hafna hvað ég geri því ég þarf alltaf að borga fyrir það. Bara það að fara í göngutúr getur kostað mig það að liggja í rúminu klukkustundum saman. Líf mitt snýst algjörlega um veikindin. Þetta verið mikil brekka líkamlega og andlega,“ segir Þorsteinn. Gæti drukkið bensín með skötu Hann segir að það sé allt önnur tilfinning að borða án þess að finna lykt eða bragð. „Þetta er skrítið en venst. Nú horfi ég á áferð og framsetningu. Ég hef t.d. ekki verið mikill skötumaður, fannst lyktin vond. Í dag borða ég hins vegar skötuma hans tengdapabba sem bragðast eins og fínasta lambakjöt fyrir mig. Þú gætir í raun boðið mér upp á tjörupappír og bensínbrúsa og ég tæki ekki eftir neinu,“ segir hann og hlær. Þorsteinn Hallgrímsson ásamt Ingibjörgu Valsdóttur eiginkonu sinni lengst til hægri og börnum. Hann segist hafa reynt án árangurs að hefja aftur störf síðan 2020 en það hafi ekki gengið. „Ég þurfti í byrjun var að sofa um 16 klukkustundur á sólahring. Ég og eiginkona mín tókum því þá ákvörðun um haustið 2020 að fara á heilsuhælið í Hveragerði og svo kemst ég á Reykjalund. Alls hef ég farið farið fjórum sinnum í Hveragerði en því miður hefur batinn látið standa á sér,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn er gamall Íslandsmeistari í golfi og var lengi í landsliðinu. Hann kemst lítið í golf í dag. Golfkylfurnar of þungar Þorsteinn var á sínum tíma Íslandsmeistari í golfi og var í landsliðinu í tugi ára. Hann segist lítið stundað sportið í dag. „Ég hef farið fimm hringi á golfbíl á þessu ári og það hefur kostað mig rúmlegu í nokkra daga. Ég hef nokkrum sinnum verið mættur á völlinn til að spila með vinunum en þá hef ég ekki getað spilað því kylfurnar hafa verið of þungar fyrir mig,“ segir Þorsteinn. Hann segir að þetta hafi líka áhrif á störfin inn á heimilinu. „Ég tók þátt í heimilistörfum áður en ég veiktist en núna er ég bara í bómulæ. Geri lítið en geri það sem ég get sem er því miður alltof takmarkað,“ segir Þorsteinn. Hann er ósáttur við stöðuna en einblínir á styrkleika sína. „Þetta er rosalega erfitt. Þetta er ekki staða sem maður óskar neinum að vera í. Það hefur hjálpað mér mikið að vera hjá sálfræðingi hálfsmánaðarlega síðustu tvö ár. Þegar ég lærði að ég ekki sá sami og ég var fyrir COVID þá varð léttara að sætta sig við stöðuna. Ég geri það sem ég get og vona innilega að ég nái aftur einhverjum bata en dag frá degi þá þakka ég fyrir það sem ég get,“ segir hann. Hvetur heilbrigðiskerfið til meiri sérhæfingu Þorsteinn segir að það skipti gríðarlega miklu máli að fá stuðning frá fjölskyldu í svona stöðu. „Það er enginn sem velur sér að vera í þessari stöðu og það skiptir gríðarlega miklu máli að fá skilning frá fólkinu sínu. Ég hef heyrt frá fólk sem glímir við þetta að það á orðið erfitt andlega því kröfurnar heima eru óbreyttar. Þó viðkomandi sé bara 30-40 prósent af því sem hann gat áður,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir þurfa meiri sérhæfingu í heilbrigðiskerfinu til að styðja þann stóra hóp fólks sem glímir við langvarandi áhrif af COVID-19. „Ég myndi hvetja heilbrigðisyfirvöld til að setja fagmanneskju til að sérhæfa sig til starfa fyrir þann hóp fólks sem glímir við þessi veikindi. Því núna erum við hvert í sínu horni,“ segir Þorsteinn. Hann vonast til að geta aftur snúið til vinnu, „Það er svo mikilvægt að umgangast fólk. Þó að ég kæmist bara í hlutastarf það væri alveg frábært. Núna þarf ég hins vegar að vera duglegur að fara í laugarnar, stunda heitu pottana og hitta gott fólk,“ segir Þorsteinn að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira