Sameining framhaldsskóla sett á ís Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 15:41 Frá mótmælum nemenda MA á Akureyri í september. Þeim leyst ekkert á sameiningaráformin. Skólafélag MA Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina. Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu. Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Þetta kom fram í máli ráðherra í sérstakri umræðu um sameiningu framhaldsskóla á Alþingi í dag. Tilkynnt var um áform um sameiningu framhaldsskóla í byrjun september. Ráðherra fundaði meðal annars með skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri sem voru báðir jákvæðir fyrir sameiningu. Það voru hins vegar ekki nemendur við MA. Um miðjan september afhenti forseti Hugins, nemendafélags MA, ráðherra undirskriftarlista með á fimmta þúsund undirskriftum þar sem áformunum var mótmælt. Forsvarsmenn helstu fyrirtækja á Akureyri mótmæli og þingmenn létu í sér heyra. Gagnrýnisraddir heyrðust líka varðandi viðræður um sameiningu Flensborgarskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans, Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis. „Þegar þetta samtal fór af stað þá ýttum við þessum áformum til hliðar að sinni á meðan við erum að útfæra nýja tímalínu,“ sagði Ásmundur Einar á Alþingi í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG kallaði eftir umræðunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hrópaði ferfalt húrra fyrir því að ráðherrann léti af „þessari ófremdarframgöngu sinni í áttina að sameiningu skólanna.“ Ásmundur sagðist aldrei hafa verið hvatamaður um sameiningu skóla aðeins til að sameina skóla. Fjölmargar áskoranir væru í menntakerfinu sem kallaði á breytingar til að styrkja rekstrargrundvöll framhaldsskólanna. Þeirra á meðal mikill kostnaður sem fylgdi því að koma nemendum af erlendum uppruna í gegnum kerfið, fólki í iðnnámi og fólki með fötlun. Hann sagðist fagna þeirri pólitísku samstöðu sem hefði komið í ljós í umræðunni að finna aðrar lausnir en sameiningu.
Framhaldsskólar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Skóla - og menntamál Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Tengdar fréttir Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. 13. september 2023 11:01