Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að veitingastaðurinn sé nálægt slökkvistöðinni á Selfossi og því hafi slökkviliðsmenn verið mættir á vettvang skömmu eftir að tilkynning um eldinn barst.
Slökkviliðsmenn séu búnir að ná tökum á eldinum og vinni nú að því að reykræsta og leita af sér grun um að eldur leynist enn í húsinu.
Þá segir hann að líklegast sé að eldur hafi kviknað í feiti inni í eldhúsi staðarins, en það sé þó ekki staðfest.