Missti nær tvo og hálfan lítra af blóði eftir högg á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 11:30 Borisa Simanic í leiknum afdrifaríka á móti Suður-Súdan. Getty/Liu Lu Serbneski körfuboltamaðurinn Borisa Simanic komst í hann krappann á heimsmeistaramótinu í körfubolta í haust. Læknir serbneska landsliðsins segir að hinn 25 á gamli Simanic hafi í raun verið í mikilli lífshættu eftir slys í leik. „Hann missti tvo og hálfan lítra af blóði,“ sagði Dragan Radovanovic, læknir serbneska landsliðsins við spænska blaðið Marca. Borisa Simanic faces a challenging road to recovery pic.twitter.com/3bpHajyfnq— BasketNews (@BasketNews_com) September 13, 2023 Þetta gerðist í leik Serbíu og Suður-Súdan en Simanic fékk þarna þungt högg aftan á mjóbakið. Höggið kom þar sem annað nýrað er og hann þurfti í framhaldinu að fara í tvær aðgerðir. „Ef hann hefði ekki farið í fyrri aðgerðina þá hefði hann verið í mikilli lífshættu. Honum hefði getað blætt út,“ sagði Radovanovic. Farið var með Simanic á sjúkrahús í Manilla á Filippseyjum þar sem leikurinn fór fram. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og nokkrum dögum seinna þurfti að fjarlægja skaddaða nýrað í annarri aðgerð. „Það var ekki hægt að bjarga nýranu. Líkamsvefurinn var dauður og það hefði getað leitt til blóðeitrunar,“ sagði Radovanovic. Simanic spilar fyrir spænska liðið Casademont Zaragoza og var liðsfélagi íslenska miðherjans Tryggva Hlinasonar á síðustu leiktíð. Simanic ætlar sér að komast aftur inn á körfuboltavöllinn með eitt nýra. „Endurhæfingin gengur vel. Borisa fer reglulega í skoðun og allt lítur vel út. Honum líður betur og hann er líka að ná sér andlega. Það er mikilvægt miðað við allt sem gerðist. Nú þarf hann bara tíma,“ sagði Radovanovic. Borisa Simanic injury and kidney loss, explained pic.twitter.com/JkNRkm73iR— Brian Sutterer MD (@BrianSuttererMD) September 4, 2023 HM 2023 í körfubolta Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Læknir serbneska landsliðsins segir að hinn 25 á gamli Simanic hafi í raun verið í mikilli lífshættu eftir slys í leik. „Hann missti tvo og hálfan lítra af blóði,“ sagði Dragan Radovanovic, læknir serbneska landsliðsins við spænska blaðið Marca. Borisa Simanic faces a challenging road to recovery pic.twitter.com/3bpHajyfnq— BasketNews (@BasketNews_com) September 13, 2023 Þetta gerðist í leik Serbíu og Suður-Súdan en Simanic fékk þarna þungt högg aftan á mjóbakið. Höggið kom þar sem annað nýrað er og hann þurfti í framhaldinu að fara í tvær aðgerðir. „Ef hann hefði ekki farið í fyrri aðgerðina þá hefði hann verið í mikilli lífshættu. Honum hefði getað blætt út,“ sagði Radovanovic. Farið var með Simanic á sjúkrahús í Manilla á Filippseyjum þar sem leikurinn fór fram. Fyrri aðgerðin tókst ekki nógu vel og nokkrum dögum seinna þurfti að fjarlægja skaddaða nýrað í annarri aðgerð. „Það var ekki hægt að bjarga nýranu. Líkamsvefurinn var dauður og það hefði getað leitt til blóðeitrunar,“ sagði Radovanovic. Simanic spilar fyrir spænska liðið Casademont Zaragoza og var liðsfélagi íslenska miðherjans Tryggva Hlinasonar á síðustu leiktíð. Simanic ætlar sér að komast aftur inn á körfuboltavöllinn með eitt nýra. „Endurhæfingin gengur vel. Borisa fer reglulega í skoðun og allt lítur vel út. Honum líður betur og hann er líka að ná sér andlega. Það er mikilvægt miðað við allt sem gerðist. Nú þarf hann bara tíma,“ sagði Radovanovic. Borisa Simanic injury and kidney loss, explained pic.twitter.com/JkNRkm73iR— Brian Sutterer MD (@BrianSuttererMD) September 4, 2023
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira