Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 09:01 Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Strandabyggð Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Sjá meira
Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun