Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 09:01 Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Strandabyggð Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum. Ég var á ferðinni í Dölunum um daginn og keyrði þá fram hjá Klofasteinum við Ljárskóga, tveir steinar sem skaga út í vegstæðið og nú er búið að setja þar vegrið til að tryggja öryggi vegfarenda. Það var við vegagerð á þessum stað árið 1995 sem til stóð að færa steinana, enda voru þeir í tilvonandi vegstæði. Það var eins og við manninn mælt að vinnan við vegagerð gekk illa og lentu verktakar í allskyns óhöppum. Heimamenn bentu á þá skýringu að þarna byggju álfar og að þeir væru einfaldlega að mótmæla vegagerðinni. Þetta var áður en áhrifavaldar voru þekktir í tungumálinu en svo sannarlega beittu þessir íbúar þessara steina sínum áhrifum til að tefja verkið. Kölluð var til kona sem gat talað tungum álfa og manna og hún komst að samkomulagi við íbúana um að færa mætti steinana til að liðka fyrir vegagerðinni. Það var gert og hafa álfarnir í Kolfasteinum staðið við samkomulagið og ekki verið til frekari vandræða. Þarna var tekin ákvörðun með virðingu og tilliti fyrir okkar menningararfleið í þjóðtrúnni. Nýrri dæmi má einnig finna um að þjóðtrúin hafi tekið þátt í hönnun og verklagi við vegavinnu. Miðstöð íslenskrar þjóðtrúar Í síðustu viku mælti ég fyrir þingsályktunartillögu minni um að fela menningar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir því að stofnuð verði miðstöð íslenskrar þjóðtrúar í Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum. Stofnun miðstöðvar um íslenska þjóðtrú myndi efla vinnu við grunnrannsóknir í bland við markvissa miðlun með fjölbreyttum leiðum og jafnframt upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfsins. Þá er það talið styrkur fyrir verkefnið að rannsóknasetrið er á Hólmavík, í nágrenni við sjálfseignarstofnunina Strandagaldur, sem auk þess að standa á bak við Galdrasýningu á Ströndum hefur miðlað og gefið út fjölda verkefna um galdra á Íslandi. Rannsóknasetrið starfar einnig náið með nemendum og kennurum í þjóðfræði í Háskóla Íslands, Þjóðminjasafninu og Árnastofnun sem myndi vera verkefninu til framdráttar og má því að segja að samlegðaráhrif þess geti orðið mikil. Mikilvægt er að byggt verði áfram á þeirri þekkingu sem þegar hefur orðið til og að henni verði miðlað þannig að aðrir fái hennar notið. Eins og segir í greinagerð með þingsályktunartillögunni þá myndi miðstöð íslenskrar þjóðtrúar á Ströndum standa fyrir kynningu á íslenskri þjóðtrú, bæði með þátttöku í verkefnum og á eigin vegum. Þetta væri gert með grunnrannsóknum og einnig miðlun og upplýsingaþjónustu á þessu sviði menningararfs Íslendinga. Slík stofnun gæti haft áhrif langt út fyrir landsteinana með þátttöku í alþjóðlegu tengslaneti þjóðtrúarrannsókna og miðlunar. Menningu ber að varðveita Hvort sem við viljum viðhalda eða draga úr gildi þjóðtrúar eigum við þennan sameiginlega arf sem ber að varðveita og miðla. Um allan heim á fólk sér sína arfleið og þegar fólk ferðast um heiminn er það ekki síst til þess að skoða inn í kjarna hverrar þjóðar. Nú þegar skammdegið er fram undan verður þjóðtrúin okkur sérstaklega hugleikin. Jólasveinarnir koma víst til byggða innan skamms. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun