Þungur róður Gunnar Þór Bjarnason og Henry Alexander Henrysson skrifa 1. nóvember 2023 09:32 Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Vísindi Kjaramál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar