„Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu“ Siggeir Ævarsson skrifar 31. október 2023 21:43 Það voru blendnar tilfinningar sem bærðust innra með Þorleifi eftir tap kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Síðustu sekúndur leiksins voru rafmagnaðar en Grindavík fékk tólf sekúndur til að jafna leikinn eða vinna en varð ekki kápan úr því klæðinu. Það gekk á ýmsu á lokamínútunum þar sem Þorleifur átti ítrekað í hrókasamræðum við dómarana og ræddi við þá lengi eftir að flautað var til leiksloka. En þrátt fyrir tap og æsing var Lalli pollrólegur í viðtalinu og sleppti því alveg að kalla fram sinn innri Viðar Örn Hafsteinsson. „Ég er sáttur eftir leikinn. Ég var búinn að ákveða fyrir það leik að ég ætlaðist til að þær myndu bæta sig. Fyrri hálfleikur ekki nógu góður. Svolítið hik og ekki nógu ákveðnar. Vorum að klikka á smáatriðum en löguðum það heldur betur í seinni hálfleik. Stóðum okkur vel og hefðum getað stolið þessu í restina en það tókst ekki!“ Það verður að telja Grindvíkingum það til tekna að hafa ekki brotnað, aðeins bognað, þegar Keflvíkingar náðu góðum rispum og upp drjúgu forskoti. „Við erum að sýna ákveðinn karakter með því að vera inni í leikjunum og ekki brotna. Þetta er eitthvað sem ég þarf að halda utan um og leggja áherslu á við þær að þetta skiptir máli þegar lengra er litið. Við erum að tapa á móti Njarðvík og Keflavík sem eru bæði með hörkulið og kannski kunna pínu meira að vinna en við. En við erum allavega að komast nær því sem við viljum komast og hægt og rólega að bæta okkur svo að ég er bara mjög sáttur við frammistöðu kvöldsins.“ Það var ekki hægt að klára þetta viðtal án þess að ræða dómgæslu kvöldsins sérstaklega. Grindavík fór aðeins fimm sinnum á vítalínuna en Keflavík tók 21 víti. Staðan í villum var 18-8 í leiknum og 7-1 í 4. leikhluta. Lalli vildi þó ekki meina að hans lið hefði verið flautað út úr leiknum þó hann hefði margt við dómgæsluna að athuga. „Mér fannst í hita leiksins halla á okkur. Það var einn dómarinn sem sagði við mig: „Þú sérð þetta í sjónvarpinu.“ - Ég auðvitað skoða alla leiki þó ég sé ekki að horfa sérstaklega á dómarana en ég kannski gjói augunum á einhver atriði sem ég var ósammála. En yfirhöfuð, þó þetta hafi verið 7-1, þá getur maður ekki treyst á að dómarinn sé að kalla einhver léleg „play“ okkur í hag til þess að við vinnum leikinn. Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu eins og maðurinn sagði og vinna þá fimm á móti átta ef það er þannig.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti