„Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 31. október 2023 19:22 Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku HSS. Vísir/Einar Ný slysa- og bráðamóttaka hefur verið opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Deildarstjóri bráðamóttökunnar segir breytingarnar draumi líkastar enda búin að vinna við ömurlegar aðstæður í mörg ár. Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira