„Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 31. október 2023 19:22 Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir, deildarstjóri slysa- og bráðamóttöku HSS. Vísir/Einar Ný slysa- og bráðamóttaka hefur verið opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Deildarstjóri bráðamóttökunnar segir breytingarnar draumi líkastar enda búin að vinna við ömurlegar aðstæður í mörg ár. Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS fór í gær úr níutíu fermetra rými sem var löngu orðin barn síns tíma yfir í rúmlega þrjú hundruð fermetra rými. „Þetta var svona eiginlega eins og draumi líkast. Við erum búin að vera í ömurlegum aðstæðum þarna hinum megin í mörg mörg mörg ár. Fólk svona vildi eiginlega ekki trúa því að við værum komin hérna yfir þannig þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Ásta Kristbjörg Bjarnadóttir deildarstjóri bráðamóttökunnar. Flutningunum fylgi þó léttir og gleði, fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Bráðamóttakan er fjölsótt en á ári hverju eru um sextán þúsund komur eða að jafnaði 43 komur á hverjum sólarhring. Ásta segir breytinguna algjöra byltingu frá því sem áður var. „Við getum séð fram á að sinna fólki betur hér í heimabyggð. Við erum komin með betri tækjabúnað og betri aðstöðu bæði fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Þannig að með tíð og tíma vonumst við til þess að þurfa senda færri skjólstæðinga frá okkur í bæinn og geta sinnt þeim meira hérna hjá okkur,“ segir Ásta. Ýmis ný tæki og tól hafi einnig verið tekin í notkun auk fleira starfsfólks, þeirra á meðal er fyrsti bráðalæknir HSS sem Ásta segir að hafi verið kærkomin viðbót. Þá opnaði ný legudeild í byrjun mánaðar með nítján rúmum. „Stórglæsileg deild og ábyggilega flottasta deild á landinu,“ segir Ásta og hlær. Því til viðbótar hafi tíu hjúkrunarrými verið opnuð fyrir þá sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Reykjanesbær Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira