Jane Goodall hvetur Íslendinga til dáða í umsögn um hvalveiðibann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 07:08 Goodall er mikil baráttukona fyrir dýravelferð og heimsfræg fyrir rannsóknir sýnar á simpönsum. epa/Enric Fontcuberta Dr Jane Goodall, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar á fremdardýrum, eða prímötum og þá sérstaklega simpönsum, hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem þingmenn eru hvattir til dáða. Í umsögninni, sem er send inn af The Jane Goodall Institute, segir meðal annars að hvalir séu félagsverur sem myndi sterk og flókin félagsleg tengsl. Þeir búi yfir ótrúlegum samskiptahæfileikum, sýni flókin hegðunarmynstur og myndi sérstök samfélög. Hvalveiðar hafi um langt skeið þótt ásættanlegar en aukin þekking geri það að verkum að fákunnátta sé ekki lengur afsökun fyrir því að leggja blessun sína yfir þá þjáningu sem hvalirnir upplifa við veiðarnar. Þá segir í umsögninni að Goodall hafi helgað líf sitt dýravelferð og orðið margs vísari um hvali gegnum vin sinn, hvalalíffræðinginn Roger Payne, sem nú er látinn. Víst sé að hann hefði einnig sent Íslendingum hvatningu til að banna hvalveiðar. Það sé trú samtakanna að Ísland geti orðið leiðtogi í verndun sjávar og leiðarljós til framtíðar, með því að sýna hinum skynugu skepnum sem hvalir eru samkennd og skilning. „Við óskum ykkur velfernaðar við þessa mikilvægu ákvarðanatöku,“ segir að lokum. Hér má finna umsögnina. Dýr Dýraheilbrigði Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Í umsögninni, sem er send inn af The Jane Goodall Institute, segir meðal annars að hvalir séu félagsverur sem myndi sterk og flókin félagsleg tengsl. Þeir búi yfir ótrúlegum samskiptahæfileikum, sýni flókin hegðunarmynstur og myndi sérstök samfélög. Hvalveiðar hafi um langt skeið þótt ásættanlegar en aukin þekking geri það að verkum að fákunnátta sé ekki lengur afsökun fyrir því að leggja blessun sína yfir þá þjáningu sem hvalirnir upplifa við veiðarnar. Þá segir í umsögninni að Goodall hafi helgað líf sitt dýravelferð og orðið margs vísari um hvali gegnum vin sinn, hvalalíffræðinginn Roger Payne, sem nú er látinn. Víst sé að hann hefði einnig sent Íslendingum hvatningu til að banna hvalveiðar. Það sé trú samtakanna að Ísland geti orðið leiðtogi í verndun sjávar og leiðarljós til framtíðar, með því að sýna hinum skynugu skepnum sem hvalir eru samkennd og skilning. „Við óskum ykkur velfernaðar við þessa mikilvægu ákvarðanatöku,“ segir að lokum. Hér má finna umsögnina.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira