Ef þingflokksformaðurinn tæki niður frjálshyggjugleraugun Árni Guðmundsson skrifar 30. október 2023 11:30 Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Árni Guðmundsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun