Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2023 23:17 Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki en eftir samráðsgáttina var hámarksfjárhæðin hækkuð í fimm. Vísir/Vilhelm Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Frumvarpið var kynnt í ríkisstjórn í lok september og samkvæmt þingmálaskrá stóð til að leggja það fram á Alþingi í sama mánuði. Fyrst og fremst ákveðið ferli Forsætisráðherra stefnir nú að framlagningu frumvarpsins í næstu viku en samkvæmt því gæti fólk sem hefur orðið fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum fengið greiddar bætur. „Þetta er auðvitað mál sem snýst um ákveðið ferli fyrst og fremst. Það er að segja að fólk geti leitað matsnefndar sanngirnisbóta og fengið svo úrskurð frá svokallaðri sanngirnisbótanefnd,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hækkuðu hámarksfjárhæðina Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að umsóknir um bætur verði sendar inn til dómsmálaráðuneytisins sem athugar hvort þær uppfylli lágmarkskröfur. Þaðan fari þær til matsnefndarinnar sem geri tillögu um bótafjárhæð. Þegar frumvarpið var birt í samráðsgátt var gert ráð fyrir þriggja milljóna króna þaki. „Sem er þá til samræmis við fjárhæðirnar sem þekkjast í Noregi þar sem þetta fyrirkomulag sem við byggjum á er fyrir hendi. En eftir samráðsgátt hækkuðum við þessa hámarksfjárhæð í fimm milljónir,“ heldur Katrín áfram. Verulegur fjöldi Í fjölmörgum umsögnum sögðu mörg þeirra sem hafa verið vistuð á stofnunum líkt og Hjalteyri, Vöggustofunum og Laugalandi á að þriggja milljóna þakið væri allt of lágt. Auk þess að búa við varanlegan skaða sem hái þeim fyrir lífstíð dugi fjárhæðin ekki fyrir sálfræði- og lækniskostnaði. Þó nokkur hópur gæti átt rétt á bótum og til dæmis var staðfest í nýlegri skýrslu að börn sem voru vistuð á vöggustofum í Reykjavík urðu fyrir illri meðferð. „Það liggur fyrir að það er verulegur fjöldi sem gæti leitað til matsnefndar sanngirnisbóta eftir það mál og það eru fleiri mál sem við þekkjum til. ÞAnnig það verður að koma í ljós að lokinni þinglegri meðferð, og ég á nú frekar von á því að fólk vilji gefa sér tíma til að fara yfir þetta mál, því það er auðvitað um algjört nýmæli að ræða ef þetta fyrirkomulag verður samþykkt á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistheimili Rekstur hins opinbera Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06 Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01 Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12. september 2023 14:06
Telur þurfa að rannsaka fósturheimilin eftir skelfilegar frásagnir Framkvæmdastjóri Vistheimilisnefndarinnar sálugu segist hafa fengið skelfilegar frásagnir frá fólki sem var sent af barnaverndarnefndum á fósturheimili á síðustu öld. Nauðsynlegt sé að rannsaka slík mál á sama hátt og vist-og meðferðarheimili. 5. desember 2022 07:01
Fyrirhugað að setja heildarlög um sanngirnisbætur Áform um lagasetningu varðandi svokallaðar sanngirnisbætur hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Um er að ræða lagaumgjörð sem skapa myndi farveg fyrir þá einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum skaða vegna misgjörða af hálfu opinberra aðila eða einkaaðila á þeirra vegum til að fá greiddar sanngirnisbætur. 25. nóvember 2022 11:25