Hafa áhyggjur af Haukaliðinu: „Mér finnst þær ekki glaðar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2023 11:01 Tinna Guðrún Alexandersdóttir er ein af leikmönnum Hauka sem hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit undanfarið. Vísir/Vilhelm Haukakonur eru bara í sjötta sæti Subway deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu sex leikina sem kemur mörgum mikið á óvart. Körfuboltakvöld ræddi gengi liðsins. „Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
„Haukaliðið leit ekki vel út í gær. Við höfum séð mismunandi frammistöðu hjá þeim. Þær voru frábærar á móti Val á Hlíðarenda fyrir nokkrum vikum en aðra duttu þær niður á móti Njarðvík. Þurfum við að hafa áhyggjur af þessu Haukaliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltkvölds kvenna. „Já ég held það alveg smá. Mér finnst þær ekki glaðar og það er ekki gaman hjá þeim. Þær eru ekki duglegar. Það er ein og ein sem er að gefa allt sitt í þetta en heilt yfir þá held ég að við þurfum að afa smá áhyggjur,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Haukarnir hafa aðeins unnið þrjá af fyrstu sex leikjum tímabilsins og töpuðu á móti Grindavík á heimavelli sínum í síðasta leik. „Það sem mér finnst mesta áhyggjuefnið í þessu er að Lovísa (Henningsdóttir), Þóra (Kristín Jónsdóttir) og Tinna (Guðrún Alexandersdóttir) eru með rosalega fá stig í þessum leik. Við þurfum meira frá þeim. Þóra er leikstjórnandi hjá þeim og hún getur líka stjórnað þessu. Ég vil sjá hana stjórna þessu aðeins betur,“ sagði Ingibjörg. „Ég held að það trufli Þóru aðeins að hún er ekki að sjá um sóknarleikinn sjálf. Hún þekkir ekki alveg sitt hlutverk og það lækkar sjálfstraustið hjá henni,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Þær eru síðan á því að Keira Robinson sé of mikið með boltann. „Þessar stelpur, Þóra, Lovísa, Solla (Sólrún Inga Gísladóttir), Rósa (Björk Pétursdóttir). Þær eru búnar að spila saman síðan þær voru í yngri flokkum en það er ekkert ‚chemistry',“ sagði Ólöf Helga. „Það er mjög skrýtið,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru góðir skotmenn sem hafa verið með fimmtíu prósent skotnýtingu á tímabili en geta ekki keypt sér sniðskot núna,“ sagði Ólöf. Það má horfa á umræðuna um Haukaliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um Haukaliðið
Subway-deild kvenna Haukar Körfuboltakvöld Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira