Kvennaverkfall ekki um að „hæpa einhverja gúddí gæja“ Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 16:02 Sóley Tómasdóttir gefur Haraldi Þorleifssyni veitingamanni með meiru og karlkyns vinum hans engan afslátt; kvennaverkfallið er að hennar mati ekki hannað til að velmeinandi karlmenn geti nýtt tækifærið og keypt sér friðþægingarafslátt. vísir/vilhelm Svo virðist sem ákvörðun Haralds Þorleifssonar eiganda veitingahússins Önnu Jónu að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna, ætli að snúast í höndum hans. Sóley Tómasdóttir femínisti fordæmir hugmyndina. „Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“ Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
„Ég veit að það er langt í að jafnrétti verði raunverulegt á Íslandi, hvað þá í heiminum. En að vel meinandi karlar sem langar til að leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna um að láta kvennaverkfallið snúast um sig er beinlínis bakslag,“ skrifar Sóley á Facebooksíðu sína. Haraldur kom fram með þá hugmynd að kalla til „vanhæfa gestaþjóna“ til að þjóna á stað hans Önnu Jónu í tilefni af kvennaverkfallinu. Og voru nokkrir frægir sem mynstruðu sig á þjónalista svo sem þeir Ari Eldjárn, Sigurður Guðmundsson, Unnsteinn Manuel, Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar, Haraldur Þorleifsson, Einar Örn, Gunnar Hansson, Jón Gnarr og Högni Egilsson. Jón Ólafsson tónlistarmaður var einnig á lista en hann mynstraði sig af skipinu og bar fyrir sig því að hann ætti svo mörg börn og þyrfti að sinna þeim. Jón sleppur þó ekki undan reiði Sóleyjar. „Og enn verri er tilhugsunin um að þeim verði hampað fyrir að hætta við og vera gaurarnir sem eru svo góðir í að taka gagnrýni.“ Þannig eru þeir sem hafa verið kynntir sem „vanhæfir gestaþjónar“ í stöðu sem er vandséð hvernig hægt sé að snúa sig út úr. „Kvennaverkfall 24. október 2023 snýst ekki um karla,“ skrifar Sóley og gefur ekki þumlung eftir. „Það snýst um uppreisn kvenna gegn kerfislægu misrétti. Kvenna sem hafa hvorki áhuga á friðþægingaraflslætti í tilefni dagsins né því að baráttan þeirra snúist uppí að hæpa einhverja gúddí gæja.“ Og Sóley lýkur ádrepu sinni með eftirfarandi hætti: „Plís, elsku vinir. Látið þennan dag í friði.“
Kvennaverkfall Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Jafnréttismál Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira