Af dyggðaskreytingu Reykjavíkurborgar Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir skrifar 23. október 2023 12:01 Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Kvennaverkfall Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir. Þannig er komið fyrir leikskólanum sem barnið mitt er á. Það vantar 5, bráðum 6 stöðugildi og því er fáliðunaráætlun í gangi þar sem hver deild leikskólans þarf að vera heima einu sinni í viku en það nemur um 20% skerðingu á skólastarfinu. Þegar börnin fá svo að fara í skólann er starfsfólkið svo fátt að ekki er hægt að sinna venjubundnu starfi eins og listasmiðju og fleira. Það er búist við að þetta ástand muni standa fram á nýja árið. Kvenna- og kváraverkfallið er á morgun og vinnuveitendur hafa keppst um að senda tölvupóst á starfsfólk sitt um hversu dyggilega þeir styðji við baráttuna. Reykjavíkurborg sendi hjartnæman tölvupóst þar sem lýst er yfir stuðningi við konur og kvár og foreldrar beðnir um að halda börnunum sínum heima þennan dag. Þessi tölvupóstur skýtur ansi skökku við þegar ljóst er að Reykjavíkurborg sér ekki sóma sinn í að launa starfsfólki leikskólanna nægilega vel svo þau sjái hag sinn í að starfa hjá leikskólunum. Eins býður Reykjavíkurborg þessu starfsfólki upp á svo óviðunandi vinnuumhverfi að fólk vinnur sér til húðar og missir heilsuna. Sú er raunin á okkar leikskóla. Yndislega starfsfólkið sem þykir svo vænt um börnin okkar, eyðir með þeim deginum og leiðbeinir og kennir þeim af alúð er að missa heilsuna eða fara í önnur störf. Tvískinnungur Reykjavíkurborgar er ærandi. Það er morgunljóst að vandamálið liggur í launum og kjörum leikskólastarfsfólks en borgin eins og körlum og vinnuveitendum er von og vísa setur peninga í fyrsta sæti fram yfir heilsu og hag barna og umönnunaraðila þeirra. Við foreldrar barna í Sæborg skorum á Reykjavíkurborg að láta baráttuna sig sannarlega varða og bæta kjör leikskólastarfsfólks svo börnin okkar fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun