Ósammála um breytt gatnamót við JL-húsið Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 21:31 Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins. Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar. Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Uppfært 22. október klukkan 12:23: Staðhæfing um að til skoðunar væri að banna vinstri beygju frá Hringbraut yfir á Eiðsgranda er ekki rétt. Hægt er að lesa nánar um það í þessari frétt hér. Upphaflegu fréttina má enn lesa hér fyrir neðan. Gönguljós verða reist bæði á Eiðsgranda og á Ánanaustum en það er fyrsta skrefið í framkvæmdunum á svæðinu og eru hugmyndir um að ganga enn lengra í að bæta umferðaröryggi. Sú hugmynd sem hefur hvað mest verið rædd er umbreyting úr hringtorgi yfir í svokölluð T-gatnamót. Stærsta breytingin þar er líklegast sú að ekki yrði hægt að beygja til vinstri inn á Eiðsgranda frá Hringbraut. Rétt er að taka fram að ekki er búið að samþykkja þau áform enda einungis hugmynd meirihlutans um hvernig megi bæta umferðaröryggi á svæðinu. Vill göngubrú, ekki gönguljós Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir bæði áform fáránleg. „Hér verður að vera greiðfært fyrir akandi umferð og öruggt fyrir gangandi og hjólandi. Það teljum við ekki vera best gert með því að skapa umferðarteppu, fækka akreinunum eða ljósastýra umferð. Heldur með því að koma fyrir góðri göngu- og hjólabrú,“ segir Marta. Í lagi að tempra umferðina Hjálmar Sveinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og skipulagsráði, segir markmiðið vera skapa meira umferðaröryggi. „Ég sé þetta þannig að í umferðaröryggisáætlun forgöngum við öryggi gangandi vegfarenda. Ég held það sé í lagi að tempra örlítið bílaumferðina. Íbúar hér á svæðinu hafa í mjög mörg ár kvartað yfir allt of miklum hraða þannig ég tel þetta nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þessar aðgerðir,“ segir Hjálmar. Íbúum svæðisins fjölgar Bæði benda þau á að mikil uppbygging sé á svæðinu og íbúum muni fjölga þar gífurlega á næstu árum. Þau eru þó ósammála um hvað það þýðir fyrir umferðina. „Umferðin mun leita annað. Það liggur augum uppi,“ segir Marta. „Hér munu flytja hundruð manna, örugglega margir með börn og unglinga. Þannig í mínum augum snúast þessar aðgerðir hér um að gera þetta vistvænna, mannvænna og öruggara umhverfi niður þessa fallegu strandlengju,“ segir Hjálmar.
Samgöngur Skipulag Reykjavík Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Umferðaröryggi Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira