Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2023 11:15 Óvíst er hvað verður um laugar borgarinnar á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva. Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar hefur ákveðið að Sundlaug Selfoss verði ekki opin fyrir konum og kvárum næsta þriðjudag þegar kvennafrídagurinn er. Í tilkynningu frá sveitarfélaginu segir að þar sem engar konur verði á vakt sé ekki hægt að taka á móti þeim af öryggisástæðum. Kvennaklefar laugarinnar verða lokaðir, sem og útiklefar. Mögulegt er að opnunartími laugarinnar verður skertur seinnipart dags. Hver ákveði fyrir sig Í Reykjavík eru átta sundlaugar en að sögn Evu Bergþóru Guðbergsdóttur, upplýsingafulltrúa borgarinnar, hefur ekki verið tekin ákvörðun hvernig opnun lauganna verður háttað. Þó er það ljóst að komist konur ekki í sund, komist karlar ekki heldur. Eva segist von á að laugarnar verð flestar, ef ekki allar, alveg lokaðar þennan dag. „Ef það koma konur sem vilja fara í sund er út af öryggisástæðum ekki hægt að leyfa það ef það eru engar konur að vinna. Karlar geta ekki farið inn í kvennaklefa til að bregðast við ef það verða einhver vandræði. Þannig ég held að sundlaugarnar verði alveg lokaðar ef þær verða lokaðar,“ segir Eva. Konur og kvár mikill meirihluti Starfsemi Reykjavíkurborgar verður afar skert á kvennafrídaginn en laun þeirra kvenna og kvára sem fara í verkfall þann dag verða ekki skert. „Það er reynt að halda úti grunnþjónustu og nauðsynlegri þjónustu fyrir kannski forgangshópa. En að öðru leyti má búast við að það verði mikið af skerðingum á starfsemi Reykjavíkurborgar enda er 75 prósent starfsfólks konur eða kvár. Þetta sýnir hvað þessi hópur er mikilvægur hluti af atvinnulífinu,“ segir Eva.
Sundlaugar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Árborg Jafnréttismál Kvennaverkfall Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sjá meira