Vinstrimenn banna vinstri beygju í Vesturbænum Marta Guðjónsdóttir skrifar 21. október 2023 11:00 Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skipulag Umferð Vegagerð Borgarstjórn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. En þeir eru ekki einir um þessar áhyggjur. Vaxandi fjöldi Vesturbæinga hefur einnig áhyggjur af þessum fyrirhuguðu umferðarþrengingum og ekki að ástæðulausu. Þær áhyggjur verða borgaryfirvöld að taka með í reikninginn. Á þessum slóðum hefur Vesturbæingum fjölgað ört á undanförnum árum og þeim heldur áfram að fjölga. Nú er í uppbyggingu, eða í þann mund að hefjast uppbygging á fjölda íbúða á Héðinsreitnum, Byko-reitnum, á Landhelgisgæslu-reitnum, KR-reitnum og í Vesturbugtinni við Mýrargötu. Fjölgun íbúa – meiri umferð Þessi byggðaþétting og fjölgun íbúa á auðvitað eftir að fjölga enn vegfarendum á þessum slóðum og draga enn frekar úr umferðarflæði þar. Grandinn er nú orðið eitt helsta verslunar- og þjónustusvæðið í vestasta hluta borgarinnar og Vesturbæingar og Seltirningar eru óþyrmilega minntir á það, á degi hverjum, að umferð um Hringbrautina er löngu sprungin á álagstímum. Fyrirhuguð fækkun akreina Borgaryfirvöldum er vel ljós þessi þróun. En í stað þess að gera ráðstafanir til að greiða fyrir umferð um gatnamót Hringbrautar, Eiðisgranda og Ánanausta, og auka þar umferðaröryggi, velja þau sína klassísku leið: að þrengja að umferð og skapa umferðaröngþveiti á álagstímum. Þessar fyrirætlanir má lesa um í bókun þeirra frá 8. mars sl. Þar segir: „Við samþykkjum til bráðabirgða tillögu um bætta ljósastýringu og gönguþverun við gatnamót Hringbrautar og Ánanausta. En betur má ef duga skal. Íbúðum fjölgar mikið á svæðinu næstu misseri. Hringtorgið og næsta nágrenni þess er afleitt og beinlínis hættulegt fyrir fótgangandi vegfarendur. Umferðin á þessum stað er of hröð og hættuleg. Æskileg væri að fækka akreinum með fram ströndinni og breyta hringtorginu í klassísk ljósastýrð T-gatnamót.“ Umferðarteppur draga úr umferðaröryggi Í stað þess að koma með raunhæfar lausnir í þeirri viðleitni að greiða fyrir umferð og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, hyggjast borgaryfirvöld þrengja enn frekar að umferð á þessu svæði með hugmyndum um að afleggja hringtorgið og koma fyrir T-gatnamótum við JL- húsið. Slíkri breytingu er ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar og vestur á Nes. Auk þess stendur vilji meirihlutans til að bæta gráu ofan á svart með því að fækka akreinum. Það er því fyrirhugað að skapa fullkomið umferðaröngþveiti á þessum slóðum. Staðsetning ljósastýrðu gönguþverunarinnar, sem fyrirhugað er að koma upp við JL-húsið, hefur auk þess mætt mikilli gagnrýni. Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda verður ekki bætt með umferðarteppum. Þvert á móti draga þær úr umferðaröryggi allra ferðamáta, einkum þeirra sem ganga og hjóla. Myndin sýnir göngu- og hjólabrú á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Göngubrú í stað ljósastýrðrar gangbrautar Raunhæf viðleitni til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við þessi gatnamót fælist hins vegar í því að koma fyrir göngu- og hjólabrú á svæðinu, rétt eins og gert var við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ég mun því leggja fram tillögu á vettvangi borgarstjórnar að farið verði í slíkar framkvæmdir hið fyrsta. Fyrirhugaðar umferðarþrengingar borgaryfirvalda á þessum slóðum munu hins vegar einungis gera slæmt ástand óviðunandi og eru ekki boðlegar Vesturbæingum, né íbúum Seltjarnarness. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun