Hápunktur Bleiku slaufunnar á Bleika deginum í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 20. október 2023 08:15 Bleikur dagur var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nýverið og tóku fjölmargir þátt. Bleiki dagurinn er í dag. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að sýna konum sem hafa þurft að glíma við krabbamein stuðning með því að taka þátt. Hægt er að klæðast bleiku, halda bleikt boð eða borða eitthvað bleikt. Hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, er Bleiki dagurinn sem er í dag. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að dagurinn hafi notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og sé haldinn hátíðlegur um land allt. Á Bleika daginn er hefð fyrir því að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku, halda bleik boð, gæða sér á bleiku bakkelsi og lýsa skammdegið bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein upplifi stuðning og samstöðu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að þótt Bleiki dagurinn sé tilefni til þess að gleðjast með vinnufélögunum, vinum og fjölskyldu, þá risti hann líka dýpra. „Það heyrum við á hverjum einasta degi hjá félaginu. Hvað þessi bleiki stuðningur skiptir miklu máli fyrir allar þær konur sem eru að glíma við krabbamein í dag, eða hafa háð þá glímu, fjölskyldur þeirra og fjölskyldur þeirra sem hafa misst sínar konur úr krabbameinum. Það skiptir máli að þið vitið að þið eruð að gera eitthvað sem skiptir máli.“ Þakklát að geta borið slaufuna Hrefna Eyþórsdóttir, formaður og starfsmaður Krabbameinsfélags Austfjarða, sagði Krabbameinsfélaginu sögu sína í tengslum við átakið í ár og ræddi í því samhengi um mikilvægi þessa bleika stuðnings. „Ég er rosa þakklát að geta borið slaufuna. Það merkir auðvitað það að ég læknaðist af mínum sjúkdómi og ég ber hana líka til heiðurs þeim sem hafa tapað baráttunni. Það er svo gaman að sjá alla aðra bera hana, því mér finnst það vera fyrir mig og alla hina og mér finnst það sýna það bakland sem við eigum í samfélaginu,“ sagði Hrefna er horfa má viðtalið í YouTube hér að neðan. Krabbameinsfélagið tekur fagnandi á móti bleiku myndefni í gegnum bleikaslaufan@krabb.is eða með merkingum á samfélagsmiðlum, til að hægt sé að deila stemningunni sem víðast. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Kvenheilsa Krabbamein Tengdar fréttir Tími til að skreppa í skimun! Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. 19. október 2023 11:01 Verum bleik – fyrir okkur öll! Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. 29. september 2023 07:00 Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum. 1. ágúst 2023 10:56 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Hápunktur Bleiku slaufunnar, árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, er Bleiki dagurinn sem er í dag. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að dagurinn hafi notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og sé haldinn hátíðlegur um land allt. Á Bleika daginn er hefð fyrir því að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku, halda bleik boð, gæða sér á bleiku bakkelsi og lýsa skammdegið bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein upplifi stuðning og samstöðu. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að þótt Bleiki dagurinn sé tilefni til þess að gleðjast með vinnufélögunum, vinum og fjölskyldu, þá risti hann líka dýpra. „Það heyrum við á hverjum einasta degi hjá félaginu. Hvað þessi bleiki stuðningur skiptir miklu máli fyrir allar þær konur sem eru að glíma við krabbamein í dag, eða hafa háð þá glímu, fjölskyldur þeirra og fjölskyldur þeirra sem hafa misst sínar konur úr krabbameinum. Það skiptir máli að þið vitið að þið eruð að gera eitthvað sem skiptir máli.“ Þakklát að geta borið slaufuna Hrefna Eyþórsdóttir, formaður og starfsmaður Krabbameinsfélags Austfjarða, sagði Krabbameinsfélaginu sögu sína í tengslum við átakið í ár og ræddi í því samhengi um mikilvægi þessa bleika stuðnings. „Ég er rosa þakklát að geta borið slaufuna. Það merkir auðvitað það að ég læknaðist af mínum sjúkdómi og ég ber hana líka til heiðurs þeim sem hafa tapað baráttunni. Það er svo gaman að sjá alla aðra bera hana, því mér finnst það vera fyrir mig og alla hina og mér finnst það sýna það bakland sem við eigum í samfélaginu,“ sagði Hrefna er horfa má viðtalið í YouTube hér að neðan. Krabbameinsfélagið tekur fagnandi á móti bleiku myndefni í gegnum bleikaslaufan@krabb.is eða með merkingum á samfélagsmiðlum, til að hægt sé að deila stemningunni sem víðast.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Kvenheilsa Krabbamein Tengdar fréttir Tími til að skreppa í skimun! Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. 19. október 2023 11:01 Verum bleik – fyrir okkur öll! Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. 29. september 2023 07:00 Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum. 1. ágúst 2023 10:56 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Eru geimverur meðal okkar? Lífið samstarf Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Sjá meira
Tími til að skreppa í skimun! Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. 19. október 2023 11:01
Verum bleik – fyrir okkur öll! Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum. 29. september 2023 07:00
Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum. 1. ágúst 2023 10:56