Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Slysið varð rétt austan við Ögurhvarf á móts við Vatnsenda.
Tveir bílar skullu þar saman. Skemmdust báðir bílar talsvert. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 23:33 og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang.
Áður hefur komið fram að beita hafi þurft klippum til að ná öðrum ökumannanna út úr bílnum. Samtals voru fjórir í bílunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.