Fær mígrenisköst tuttugu daga í hverjum mánuði: „Algjör viðbjóður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2023 13:45 Ester hefur hafnað því að láta greina hana sem öryrki. Ester María Ólafsdóttir er 35 ára Skagakona sem fær mígrenisköst að meðaltali tuttugu daga á mánuði og hefur það eins og gefur að skilja mikil áhrif á líf hennar. Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira
Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður
Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Sjá meira