Hákarlinn kom alltaf nær og nær Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 13:23 Skarphéðni, Unni systur hans og Birni kærastanum hennar, var eðlilega nokkuð brugðið þegar hákarlinn tók beygjuna með bátnum. „Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá hákarl,“ segir Skarphéðinn Snorrason sem var ásamt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Steingrímsfirði þegar þau tóku eftir ugga hákarls sem veitti bátnum eftirför. Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins. Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Skarphéðinn birti myndband af eftirförinni á samfélagsmiðlum fyrir þremur dögum síðar. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli og 40 þúsund manns barið það augum. Þar má sjá hve gríðarlega stór hákarlinn er. Allar líkur eru á að um beinhákarl sé að ræða, sem er sá stærsti við Íslandsstrendur. Myndbandið var tekið í ágúst í fyrra en Skarphéðinn birti það á netinu fyrir þremur dögum. Horfa má á það neðst í fréttinni. Skarphéðinn var á ferð með Unni systur sinni, Birni Rúnarssyni kærasta hennar og hundinum Spora. Fjölskyldan á bústað á Drangsnesi og eru þau því alvön að fara út á fjörðinn. Skarphéðinn á bátnum ásamt hundinum Spora. Ákváðu að sleppa vestum þennan daginn „Það var mjög mikið líf í firðinum þennan daginn. Við sáum mikið af höfrungum, hnúfubökum og hrefnum. Um kvöldið var mjög stillt veður og við ákváðum að skjótast aðeins út á bátnum og ætluðum að róa bara stutt með fjörunni inn fjörðinn og ákváðum að sleppa vestum í þetta skiptið,“ segir Skarphéðinn. „En þegar við vorum komin svolítið áleiðis sáum við eitthvað drasl fljóta svolítið út frá fjörunni sem greip athygli okkar og við ákváðum að kíkja á það. Áður en við vissum af vorum við komin nokkur hundruð metra frá landi en þá einmitt birtist þessi stærðar skepna fyrir aftan bátinn. Ég heyrði bara vatnsnið fyrir aftan bátinn og lít þá yfir öxlina á Birni og sé þá þennan stærðar ugga standa upp úr vatninu og stefnir beint á okkur. Ég hugsaði strax með mér að við værum komin alltof langt frá landi og það án vesta.“ Hélt þetta væri háhyrningur „Í fyrstu hélt ég að þetta væri háhyrningur en hann blés ekkert og hreyfingin var ekki upp og niður heldur til hliðanna. Þannig mig grunaði að þetta væri beinhákarl og vissi að þeir væru meinlausir en það var samt óþægileg tilhugsun um að hann færi utan í bátinn,“ segir Skarphéðinn. „Ég tók beygjuna aftur í land og hann elti, svo prufaði ég að hætta að róa. Þá synti hann framhjá og hvarf. Við héldum áfram í land og örfáum mínútum seinna voru hnúfubakar komnir á sama svæði. Það er upplifun að sjá þá en þetta var töluvert öðruvísi,“ segir Skarphéðinn sem bætir því við að þau hafi haldið um stund að um væri að ræða tvo hákarla svo stór var hann. Það hafi reynst verið sporður dýrsins.
Dýr Tengdar fréttir Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall. 3. nóvember 2020 21:26