Frumvarp um félagafrelsi Bára Kristín Pétursdóttir skrifar 17. október 2023 15:01 Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðismenn virðast, þrátt fyrir yfirlýsingar ítrekaðar um að þeir vilji vinna að hagsmunum allra, einna helst vera í því að moka flórinn fyrir fjármagnseigendur og vini vors og blóma. Nú er enn eitt útspilið að leggja fram frumvarp um félagafrelsi, svona fyrst það tókst ekki að þröngva SALEK í gegn. Við erum sem betur fer með ágæta verkalýðsforingja sem í raun vinna að hagsmunum hinnar vinnandi stéttar. Ástæða þessa pistils er póstur sem Vilhjálmur Birgisson verkalýsðsforingi setti á Facebook hjá sér og tilefnið var uppsögn 7 barna föður hjá Norðuráli. Föðurnum var fyrirvaralaust sagt upp störfum eftir 17 ár hjá fyrirtækinu. Sakirnar voru að faðirinn átti að hafa talað illa um fyrirtækið út á við og mætt á jólaskemmtun með börnin án þess að skrá sig. Kom í ljós að sakirnar áttu ekki við rök að styðjast. Að auki ekki í eitt einasta sinn hafði honum verið veittar ávítur í starfi eða kvartað undan honum. Svo hver er hin raunverulega ástæða uppsagnar? Getur það verið að starfsmaðurinn hafi verið kominn upp í launaflokk sem vinnuveitandi sér að hann getur auðveldlega lækkað með því að ráða yngri starfsmann í staðinn? Eða erlent vinnuafl? Nú hefur hann stuðning síns stéttarfélags og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur í hans málum. Nú sný ég mér aftur að frumvarpinu um félagafrelsi. Allt í nafni frelsisins eða hvað? Í lögum er nú þegar réttur fólks til að standa utan félags tryggður svo hverju er verið að breyta? Mætti lesa að verið væri að spara fólki klink til að þurfa ekki að borga í stéttarfélag og fyrirtæki myndu þá spara sér svipað klink. Það er nú meira en svo. Með frumvarpinu er hætta á að fyrirtæki geti farið að krefjast þess að starfsfólk standi utan félags vilji það fá starf. Með því er verkfallsréttur tekinn af því sama fólki, réttur sem fyrri verkalýðsbarátta barðist mikið fyrir og hefur verið verfæri hinnar vinnandi stéttar gegn því að vera fótum troðið af hálfu bandalaga vinnuveitenda. Réttur til að leita ásjár verkalýðsfélaga þegar launaþjófnaður og kjarabrot eiga sér stað hverfur með þessu frumvarpi. Réttur til launa í veikindum eða ef stéttarfélagsmaður lendir í slysi. Í raun les ég úr þessu frumvarpi bakslag aftur til miðrar síðustu aldar ef það fær að fara í gegn. Það efast fáir um það hversu mikilvægt það er vinnandi fólki að hafa stéttarfélag sem bakhjarl þegar á reynir. Er einhver sem trúir því að frumvarp þetta stuðli að frelsi? Með kveðju, Bára Kristín Pétursdóttir Höfundur er liðsmaður í stéttarfélagi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun