„Long weekend in Tuscany,“ skrifaði Guðlaug Elísa og birti myndasyrpu á Instagram af fjölskyldunni njóta sólarinnar í fallegu ítölsku umhverfi.
Fjölskyldan gisti á fimm stjörnu glæsihótelinu, Villa Petriolo, en hótelið er staðsett á friðsælu og sjálfbæru svæði þar sem rík áhersla er á lífrænar afurðir.






Fjölskyldan er búsett á Ítalíu þar sem Albert leikur með ítalska liðinu Genoa C.F.C.
Albert var kærður fyrir kynferðisbrot gegn konu síðastliðið sumar. Á meðan mál hans er til rannsóknar er hann ekki gjaldgengur í íslenska landsliðið samkvæmt reglum Knattspyrnusambands Íslands. Hann var því ekki í hópnum í leikjunum gegn Lúxemborg og Liechtenstein á föstudag og mánudag.
Albert neitar öllum ásökunum og kveðst saklaus. Mál hans er á borði ákærusviðs lögreglu og niðurstöðu beðið.