Missti fjögurra ára son sinn af slysförum: „Var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 10:31 Daníel missti son sinn árið 2021, þá aðeins fjögurra ára gamall. Í apríl árið 2021 missti Daníel Sæberg Hrólfsson fjögurra ára son sinn af slysförum. Um var að ræða yngra barn hans en hann og barnsmóðir hans voru á þessum tíma hætt saman. Það geta fáir sett sig í spor þess sem upplifir missir sem þennan og enginn vill kynnast sársauka sem þessum. Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira