Pólitísk fátækt Unnur H. Jóhannsdóttir skrifar 17. október 2023 07:00 Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 1987 hefur dagurinn í dag, 17. október ,verið helgaður baráttunni gegn fátækt á veraldarvísu. Þessi alþjóðlegi baráttudagur á að minna okkur á hversu mikið böl hún er fyrir fólk og samfélög. Fátækt er veruleiki fólks um allan heim, ekki aðeins meðal fátækra þjóða í fjarlægum löndum, heldur einnig í hinum velmegandi samfélögum vestrænna ríkja. Ísland er þar engin undantekning. Fátækt er mjög umdeilt hugtak og rannsóknir á henni eru tiltölulega nýlegar. Fyrstu rannsóknirnar voru gerðar af Bretanum Seebohm Rowntree árið 1899. Hérlendis er enn styttra síðan rannsóknir hófust og þær hafa ekki verið gerðar reglulega. Stefán Ólafsson og Karl Sigurðsson gerðu rannsókn árið 1987 og kom þar fram að tæplega 8% þjóðarinnar bjuggu við fátækt. Tíu árum síðar var sú könnun endurtekin og þá kom í ljós að 6,8% Íslendinga töldust búa við fátækt. Árið 2003 birtust niðurstöður rannsókna sem Harpa Njálsdóttir gerði og kom fram að 7-10% hafi búið við fátækt á Íslandi í upphafi nýrrar aldar. Þegar kemur að því að skilgreina og búa til mælikvarða á fátækt vandast málið en segja má að hugtakið vísi til skorts af einhverju tagi, oftast efnahagslegum. Gerður er greinarmunur á algildri fátækt og afstæðri fátækt. Algild er það oftast kallað þegar viðkomandi líður fyrir skort á lífsnauðsynjum svo sem að eiga ekki fyrir mat, hafa hvorki aðgengi að vatni né þaki yfir höfuðið. Í afstæðri fátækt er verið að bera saman efnahagsstöðu hópa í samfélaginu. Þar getur margt komið til, eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og menntun, nýjustu tækni, hafa efni á fatnaði, fara í ferðalög eða eiga farartæki, sem greinir á milli ríkra og fátækra. Á Íslandi búa fleiri við afstæða fátækt en algilda. Sé miðað við íslenskar rannsóknir er ljóst að tugþúsundir Íslendinga eru fátækir, og þar af um 10.000 íslensk börn undir 16 ára aldri. Það eru engar einhlítar skýringar hvers vegna svo stórt hlutfall af þjóðinni er fátækur, í þessu auðuga landi okkar. Margt hefur verið tínt til en flest af því er mannana verk í iðnríkjum eins og láglaunastefna, félagsleg mismunun t.d. launamunur kynjanna eða að um sé að ræða minnihlutahópa eins og örykja og innflytjendur. Þá hafa verið nefnd til sögunnar að upphæðir almannatrygginga og framfærslustyrkja félagsþjónustu sveitarfélaga nægja ekki til grunnframfærslu eins og öryrkjar hafa margbent á. Fátækt er talið vera það mikið böl að fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) segir að endir skuli bundinn á hana árið 2030. Því verður sennilega ekki náð úr þessu en hins vegar má draga úr fátækt svo að hún verði minni árið 2030 en nú. Þar sem fátækt er ekki náttúrulögmál heldur mannanna verk þá ræður pólítíkin miklu um hvernig til tekst sé raunverulegur vilji tilstaðar. Það má gera eins og segir í einu undirmarkmiða SÞ að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi í hverju landi öllum til handa, þ.m.t. lágmarksframfærsluviðmið, sem styðji frá og með árinu 2030 allverulega við fátæka og fólk í viðkvæmri stöðu. Í dag skortir marga Íslendinga sem og fleiri fátækum heimsbúum sjálfkrafa reisn. Þeir eru sviptir réttinum til að lifa lífi sínu með reisn sökum fátæktar. Reisn er þema þessa alþjóðlega baráttudags gegn fátækt vegna þess að í henni felast grundvallarmannréttindi. Fátækum er bæði afneitað og sýnd óvirðing, líka hér á Íslandi. Bíðum ekki eftir árinu 2030, gerum bragarbót árið 2023 – allt sem til þarf er pólitískur vilji! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun