„Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2023 11:14 Féð var illa leikið, étið lifandi, eins og Sigríður kemst að orði. Sigríður Jónsdóttir „Það hefur verið að heimtast ofboðslega illa í haust. Féð er ekki að láta sjá sig, það er ekki að koma heim og meira að segja þegar við höfum fundið fé þá hefur það flæmst í burtu.“ Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar. Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Þetta segir Sigríður Jónsdóttir, hvers foreldrar eru bændur á Efra-Apavatni í Bláskógabyggð, í samtali við fréttastofu en hún birti færslu á Facebook í gær þar sem hún auglýsti eftir aðstoð nærsveitunga við að leita að fé í dag. Fyrir viku síðan komu hún og fleiri að þar sem þrír hundar af nærliggjandi bæ voru að atast í fénu og þegar betur var að gáð fannst bæði dautt fé og illa sært. Féð var illa leikið.Sigríður Jónsdóttir „Þeir voru eiginlega búnir að éta það lifandi,“ sagði Sigríður um aðkomuna að fénu, sem sumt þurfti að aflífa. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigríður kom að dauðu fé í haust og sumar en þá gat hún ekki verið viss um hvað hafði gerst. Hún segir hins vegar hafa verið farin að undrast um hegðun fjárins. „Þær eru bara hræddar,“ segir hún. Úr fjárhúsinu þangað sem illa leikið féð var flutt.Sigríður Jónsdóttir Nú þykir henni ljóst að sökin liggi hjá hundunum frá nágrannabænum, eftir að hafa komið að þeim í síðustu viku. Sigríður segist ekki vilja tjá sig mikið um málið í bili og þá segir hún erfitt að henda reiður á fjölda dauðra dýra og særðra fyrr en eftir leitina í dag. „Þetta er alveg ómetanlegt,“ segir hún um aðstoðina sem hefur borist en þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á leið milli staða. Leitað verður á tveimur jafnfljótum, á hestum, fjórhjólum og úr lofti, með aðstoð dróna. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu og Matvælastofnunar.
Dýr Dýraheilbrigði Bláskógabyggð Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira