Segir leikmann Keflavíkur eigingjarnan: „Finnst þessi maður vera kominn til að fylla tölfræðiskýrsluna sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2023 10:01 Remy Martin hefur ekki heillað Ómar Örn Sævarsson. stöð 2 sport Ómari Erni Sævarssyni, sérfræðingi Subway Körfuboltakvölds, finnst Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, vera eigingjarn. Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira