Segir leikmann Keflavíkur eigingjarnan: „Finnst þessi maður vera kominn til að fylla tölfræðiskýrsluna sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2023 10:01 Remy Martin hefur ekki heillað Ómar Örn Sævarsson. stöð 2 sport Ómari Erni Sævarssyni, sérfræðingi Subway Körfuboltakvölds, finnst Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, vera eigingjarn. Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum