Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. október 2023 21:38 Davíð Þór Jónsson, skemmtikraftur og prestur, og Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður, voru tveir af upphafsmönnum Drekktu betur. Stöð 2 Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg. Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg.
Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“