Börn en ekki pólitík Ragnar Schram skrifar 13. október 2023 16:00 Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Góðverk Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú er barist af mikilli heift fyrir botni Miðjarðarhafsins. Íslendingar sjá þessi átök frá ólíkum sjónarhornum. Tilfinningar blossa upp og skoðanir eru heitar. SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir börn í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977. Við spyrjum ekki hvoru megin landamæranna börnin búa, hverrar trúar fjölskyldur þeirra eru eða hvaða pólitísku skoðanir foreldrar þeirra eða aðrir ættingjar hafa. Við stöndum einfaldlega með börnunum. Þegar við, starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, höfum verið í samskiptum við starfsfélaga okkar hjá SOS í Palestínu og Ísrael hefur komið sterklega í ljós sú mikla virðing og það traust sem ríkja á milli þessara tveggja landsfélaga, ólíkt því sem margur gæti ætlað. Palestínumenn og Ísraelsmenn tala saman og vinna saman, enda er verið að vinna fyrir börnin en ekki stjórnmálahreyfingar. SOS Barnaþorpin sinna nú neyðaraðstoð og áfallahjálp fyrir börn í Palestínu og Ísrael. Það þarf ekki að teikna hér upp myndrænar lýsingar á þeim óhugnaði sem börn á svæðinu hafa upplifað. Þessi börn þurfa áfallahjálp. Hana veita SOS Barnaþorpin. Einnig hjálpum við börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar og jafnvel misst foreldra sína. Þá dreifum við nauðsynjum til þeirra sem á þurfa að halda. SOS Barnaþorpin hafa hlotið CHS vottun sem neyðarhjálparsamtök og eru ríkar kröfur gerðar til allra okkar aðgerða. Þá störfum við einnig á vettvangi með öðrum viðurkenndum hjálparsamtökum eins og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hægt er að leggja þessari neyðaraðstoð lið á sos.is. Takk fyrir að standa með börnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun