Nýtt húsnæði Grensásdeildar Willum Þór Þórsson skrifar 13. október 2023 15:00 Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin. Hið nýja húsnæði verður mikil lyftistöng fyrir þá öflugu og mikilvægu endurhæfingarstarfsemi sem fer fram á Grensásdeild. Viðbygging og aðrar umbætur á húsnæði Grensásdeildar eru langþráðar og þess vegna er sérlega jákvætt að sjá verkefnið færast af teikniborðinu yfir á framkvæmdastig. Nýbyggingin sem rís við eldri bygginguna verður um 4.400 m2 og sérsniðin að endurhæfingarstarfsemi deildarinnar. Þar er gert ráð fyrir nýrri legudeild, matsal og öðrum samveru- og stoðrýmum. Áhersla er lögð á þarfir sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks þannig að gott aðgengi og vinnuumhverfi sé fyrir alla. Öflugir bakhjarlar Grensásdeild Landspítala er í fararbroddi endurhæfingarþjónustu á Íslandi. Deildin sinnir fjölbreyttum hópi einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa skerta færni, tímabundið eða varanlega, vegna slysa eða veikinda. Í hálfa öld hefur starfsemin hjálpað þúsundum einstaklinga við að öðlast betri lífsgæði eftir áföll eins og slys eða veikindi. Það er fátt verðmætara en að stuðla að því að einstaklingar fái notið sín sem best og geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Hið öfluga starf Grensásdeildar undanfarin fimmtíu ár og sá jákvæði andi sem þar ríkir hefur leitt af sér einstaka velvild samfélagsins til deildarinnar. Líknarfélög, önnur félög, klúbbar, fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum tíðina verið ómetanlegir bakhjarlar deildarinnar. Samtökin Hollvinir Grensásdeildar voru stofnuð árið 2006 að frumkvæði Gunnars Finnssonar rekstarhagfræðings. Gunnar var ötull talsmaður húsnæðisumbóta deildarinnar og lagði ríka áherslu á þann þjóðhagslega ávinning og kostnaðarábata sem hlýst af rekstri og starfsemi sérhæfðrar endurhæfingardeildar. Hollvinirnir hafa frá stofnun staðið eins og klettur að baki deildinni, safnað fé og talað máli hennar af mikilli sannfæringu og með góðum árangri. Síðastliðinn föstudag fór fram söfnunarþáttur samtakanna þar sem 150 milljónir söfnuðust til styrktar deildinni og endurspeglar þessi árangur þá miklu velvild sem deildin nýtur. Slíkur stuðningur er verðmætur og gerir deildinni kleift að nýta sem best örar tækniframfarir nútímans og eignast enn hraðar þann sérhæfðan tækjabúnað sem getur skipt sköpum í þeirri meðferð sem unnt er að veita. Uppbygging fyrir samfélagið Í allri heildaruppbyggingu Landspítala er nauðsynlegt að halda því til haga að þrátt fyrir að verið sé að fjárfesta í steypu, veggjum og öðrum innviðum, þá er tilgangurinn fyrst og fremst að skapa góðar aðstæður fyrir fólkið innan veggjanna. Góðar starfsaðstæður styðja við þróun þjónustunnar og byggja undir öfluga starfsemi. Endurhæfing er mikilvægur hluti allrar heilbrigðisþjónustu. Með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og hækkandi lífaldri þjóðarinnar mun þörfin aukast. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins í heild. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun