Geðheilbrigðismál á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn Sylvía Rós Bjarkadóttir skrifar 10. október 2023 08:00 Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 10. október, og að þessu sinni undir þeirri yfirskrift að geðheilbrigði teljist til algildra mannréttinda. Í því felst að við eigum öll rétt á að vera ekki útsett fyrir þáttum sem eru ógn við geðheilbrigði okkar, að við fáum góða geðheilbrigðisþjónustu eftir þörfum og að við eigum rétt til frelsis, sjálfstæðis og þátttöku í samfélaginu. Geðþjónusta Landspítala veitir fjölbreytta heilbrigðisþjónustu og er hún í stöðugri þróun líkt og önnur starfsemi spítalans. Á þriðju hæð geðdeildarbyggingarinnar við Hringbraut er Meðferðargeðdeild geðrofsjúkdóma, sem er rétt tæplega tveggja ára gömul deild. Þar er unnið í þverfaglegum teymum, sem leitast við að tryggja skjólstæðingum okkar bestu meðferð sem völ er á. Sú meðferð getur verið allt frá bráðameðferð yfir í endurhæfingu. Skjólstæðingar geta þurft að dvelja lengi hjá okkur og við leggjum upp úr því að deildin sé heimilisleg og að fólki líði vel. Það er líka lykilþáttur í að tryggja að fólk sé tilbúið að koma aftur til okkar ef það þarf á að halda síðar. Meðferð miðuð við einstaklinginn Við vinnum ekki eftir almennum reglum eins og alvanalegar eru á spítala, þar sem allir sjúklingar fá mat og lyf og eru vaktir á sama tíma. Þess í stað hönnum við rammann í samráði við hvern og einn skjólstæðing og leggjum áherslu á sjálfsforræði og athafnafrelsi á öllum sviðum þar sem því er við komið. Svo dæmi sé tekið, leggjum við áherslu á félagslega þátttöku og virkni meðan á innlögn stendur. Innanhúss er margt í boði og við stöndum líka fyrir ferðum og reynum eftir fremsta megni að tengja fólk við úrræði út í samfélaginu til þess að reyna að tryggja rútínu og félagslega þátttöku eftir útskrift. Hér gildir að nálgast einstaklinginn eftir hans þörfum og veruleika og sníða prógrammið eftir því. Stundum mætum við mótstöðu innan heilbrigðiskerfisins en oft stafar það af skorti á þekkingu á ólíkum þáttum heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um það varðar reykingar en almennt vill Landspítali vera reyklaus stofnun, sem er bæði eðlilegt og skiljanlegt. Hins vegar er það líka svo að bráðveikir einstaklingar eru ekki endilega í stöðu til að hætta að reykja og við þurfum að finna leiðir til að fólk sem dvelur á lokuðum deildum geti reykt ef það kýs svo. Unnið með fjölskyldunni Við leggjum einnig mikið upp úr fjölskyldustuðningi. Við vinnum með nánustu aðstandendum og sú vinna gengur ekki eingöngu út á upplýsingagjöf, heldur líka að styðja við aðstandendur í sínu hlutverki. Góður stuðningur aðstandenda er mikilvægur fyrir heilsu sjúklinga, en til þess að það gangi þurfa aðstandendur að hafa aðgengi að bæði þekkingu og stuðningi. Við höfum séð mjög góðan árangur af þessari nálgun. Enn eru miklir fordómar gagnvart geðröskunum og þeir birtast bæði í samfélaginu og innan heilbrigðiskerfisins. Skjólstæðingar okkar finna fyrir slíkum fordómum og þurfa jafnvel að takast á við sjálfsfordóma. Geðraskanir eru eðlilegur hluti af mannlegri tilveru en fordómar fyrir geðröskunum geta hindrað bata, ýtt undir veikindi og heft aðgengi að meðferðum. Sumt fólk veikist tímabundið á meðan aðrir glíma við sínar raskanir alla ævi. En það er hægt að ná ýmist bata og bættum lífsgæðum. Því er til mikils að vinna að fá góða meðferð og hana viljum við veita. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er þarft tækifæri til að staldra við og velta því upp hvað tekst vel til og hvar við þurfum að sækja fram. Höfundur er deildarstjóri á meðferðardeild geðrofssjúkdóma á Landspítala.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun